Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 06. janúar 2021 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árangur Solskjær: Fjórum sinnum í undanúrslit en aldrei í úrslit
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði í kvöld fyrir Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Leikurinn endaði með 2-0 sigri Man City.

Ole Gunnar Solskjær hefur stýrt Man Utd frá því í desember 2018 en hann bíður enn eftir því að vinna titil sem knattspyrnustjóri með félaginu sem hann gerði garðinn frægann með sem leikmaður.

Hann hefur núna komist í fjóra undanúrslitaleiki - eða einvígi - með Man Utd og tapað þeim öllum.

Man Utd tapaði gegn Man City í undanúrslitum deildabikarsins í tveggja leikja einvígi á síðustu leiktíð, tapaði fyrir Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins og fyrir Sevilla í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

Í kvöld tapaði Man Utd svo í fjórða sinn í undanúrslitum undir stjórn Solskjær í kvöld.

Það eru enn möguleikar á titlum fyrir Norðmanninn á þessu tímabili. Liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig og Liverpool og leik til góða. Þá eru jafnframt möguleikar í FA-bikarnum og Evrópudeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner