Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 06. janúar 2021 22:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Þetta er ekki andlegt vandamál
Solskjær fer ekki á Wembley með sína menn.
Solskjær fer ekki á Wembley með sína menn.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur hingað til tapað fjórum sinnum í undanúrslitum sem stjóri Man Utd og aldrei komist í úrslit. Í kvöld tapaði liðið fyrir Man City í undanúrslitum deildabikarsins, 0-2.

Sjá einnig:
Árangur Solskjær: Fjórum sinnum í undanúrslit en aldrei í úrslit

„Manchester City skorar oft frábær mörk. Þú getur sætt þig við það. Þegar þú færð á þig tvö einföld mörk eftir föst leikatriði, það eru mikil vonbrigði. Það er ekki nægilega gott hjá okkur," sagði Solskjær eftir tapið í kvöld.

„Við sköpuðum ekki nægilega mörg góð færi. Þeir gerðu það ekki heldur. Við sýndum ekki þá fágun sem við höfum sýnt í síðustu leikjum. Við vorum ekki nægilega góðir í dag."

„Við spiluðum gegn mjög góðu liði Manchester City. Þeir spiluðu vel. Þegar þeir spila vel, þá verður þú að spila mjög vel til að vinna gegn þeim. Það vantaði upp á hjá okkur."

„Þetta er miklu betri útgáfa af Man Utd en í undanúrslitunum í fyrra. Þetta er ekki andlegt vandamál hjá okkur, stundum mætir þú góðum liðum í undanúrslitum. City er örugglega besta lið Englands í augnablikinu," sagði Solskjær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner