Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 06. janúar 2022 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Coutinho nálgast Aston Villa - Félagið greiðir stóran hlut launanna
Philippe Coutinho virðist vera á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Philippe Coutinho virðist vera á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa er í viðræðum við Barcelona um brasilíska sóknartengiliðinn Philippe Coutinho en spænski blaðamaðurinn Gerard Romero segir að viðræður séu komnar langt á veg.

Villa er í leit að sóknartengiliði og hafði félagið samband við Barcelona vegna Coutinho á dögunum.

Ferill þessa 29 ára gamla leikmanns hefur ekki alveg verið sá sami eftir að hann gekk til liðs við Barcelona frá Liverpool en spænska félagið hefur leitast eftir því að losa sig við hann síðasta árið eða svo.

Samkvæmt Sky Sports þá hefur Villa rætt við Barcelona síðustu daga um Coutinho en Gerard Romero segir nú að þær viðræður séu komnar langt á veg. Hann verður lánaður út tímabilið.

Aston Villa mun greiða 50-70 prósent af launakostnaði Coutinho en ekki er ljóst hvort kaupákvæði er í samningnum.

Steven Gerrard, stjóri Villa, var spurður út í Coutinho í dag, en það er ljóst að hann hefur mikinn áhuga á því að fá hann eftir að hafa spilað með honum hjá Liverpool.

„Hann hefur spilað 63 landsleiki fyrir Brasilíu, unnið marga titla og var magnaður hjá Liverpool. Auðvitað skil ég að hann sé orðaður við mörg félög. Ég skil af hverju fótboltaáhugamenn eru að tala um hann. Þú færð ekki gælunafnið 'töframaðurinn' að ástæðulausu. Hann er sérstakur fótboltamaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. En ég vil ekki segja meira því hann er leikmaður Barcelona," sagði Gerrard í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner