Darren Fletcher er nýtekinn við sem bráðabirgðaþjálfari hjá Manchester United og búist er við að hann verði við stjórnvölinn gegn Burnley annað kvöld og aftur gegn Brighton um helgina áður en nýr þjálfari verður ráðinn í starfið.
Fletcher svaraði ýmsum spurningum á fréttamannafundi í dag og ræddi meðal annars um meidda lykilmenn liðsins.
Hann býst við að Mason Mount og Bruno Fernandes verði orðnir klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Burnley, en þeir eru búnir að missa af síðustu leikjum Rauðu djöflanna.
Mount er búinn að missa af síðustu tveimur leikjum liðsins sem lauk báðum með 1-1 jafntefli en fyrirliðinn Fernandes hefur verið frá keppni síðustu þrjá leiki.
Kobbie Mainoo, Harry Maguire og Matthijs de Ligt eru eftir á meiðslalistanum og eru Bryan Mbeumo, Amad Diallo og Noussair Mazraoui þar að auki fjarverandi vegna Afríkukeppninnar.
Athugasemdir




