Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 06. janúar 2026 16:15
Kári Snorrason
Gary O'Neil væntanlegur arftaki Rosenior
Gary O'Neil.
Gary O'Neil.
Mynd: EPA
Gary O'Neil er sagður líklegasti kandídatinn til að taka við franska liðinu Strasbourg. Liam Rosenior var stjóri liðsins en hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Chelsea í morgun.

Strasbourg er í 7. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar ásamt því að vera komið áfram í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Gary O'Neil var síðast þjálfari Úlfanna en hann var látinn taka poka sinn þaðan fyrir rúmu ári. Þar áður var hann stjóri Bournemouth.

Franski miðillinn L'Equipe greinir frá því að hann muni mæta til Strassborgar á næstu klukkustundum og muni skrifa undir langtímasamning við félagið.


Smelltu hér til að kaupa áskrift að Livey

Athugasemdir
banner
banner