Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 15:30
Kári Snorrason
Glasner um Man Utd starfið: Þýðir ekkert að spyrja mig út í þetta
Oliver Glasner er sagður ofarlega á óskalista stjórnarmanna Manchester United.
Oliver Glasner er sagður ofarlega á óskalista stjórnarmanna Manchester United.
Mynd: EPA
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, er sagður vera ofarlega á óskalista Man Utd eftir að félagið lét Ruben Amorim fara snemma í gærmorgun.

Glasner var til tals á blaðamannafundi Crystal Palace fyrir leik þeirra gegn Aston Villa annað kvöld og var hann þar spurður út í Manchester United starfið.

„Ég er stjóri Crystal Palace og það þýðir ekkert fyrir þig að spyrja mig frekar út í þetta.“

Darren Fletcher stýrir Man Utd gegn Burnley á morgun. Þá hefur verið greint frá því að félagið ráði annan aðila til að taka við út tímabilið. Því næst er áætlað að félagið ráði stjóra til frambúðar næsta sumar.

Nafn Oliver Glasner hefur verið nefnt í þessu samhengi þar sem að samningur Austurríkismannsins rennur út næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner