Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 06. janúar 2026 21:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Juve endurheimti fjórða sætið
Mynd: EPA
Mynd: Juventus
Sassuolo 0 - 3 Juventus
0-1 Tarik Muharemovic ('16 , sjálfsmark)
0-2 Fabio Miretti ('62 )
0-3 Jonathan David ('63 )

Juventus hefur farið vel af stað undir stjórn Luciano Spalletti og vann þægilegan sigur gegn nýliðum Sassuolo í dag.

Gestirnir í liði Juve voru talsvert sterkari aðilinn í dag og náðu forystunni snemma leiks þegar Tarik Muharemovic skallaði fyrirgjöf frá hægri kanti í eigið net.

Juve hefði getað bætt við forystuna í fyrri hálfleik en tókst það ekki fyrr en eftir leikhlé. Jonathan David lét þá til sín taka þegar hann lagði fyrst upp fyrir Fabio Miretti og skoraði svo sjálfur með innan við tveggja mínútna millibili.

David gaf einfalda sendingu á Miretti sem slapp í gegn og skoraði áður en hann vann boltann hátt uppi á vellinum og gerði mjög vel að halda yfirvegun þegar hann lék á markvörð Sassuolo og kláraði framhjá tveimur varnarmönnum.

Meira var ekki skorað og verðskuldaður sigur Juventus staðreynd. Lokatölur 0-3.

Juve er í fjórða sæti með 36 stig eftir 19 umferðir, þremur stigum á eftir toppliði Inter sem á tvo leiki til góða. Sassuolo er í neðri hlutanun með 23 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
20 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner
banner