Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 15:57
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Þrettándagleði hjá Fabregas
Strákarnir í Como fagna fyrsta markinu í dag.
Strákarnir í Como fagna fyrsta markinu í dag.
Mynd: EPA
Cesc Fabregas er að gera magnaða hluti.
Cesc Fabregas er að gera magnaða hluti.
Mynd: EPA
Pisa 0 - 2 Como
0-1 Maximo Perrone ('68 )
0-2 Anastasios Douvikas ('76 )
0-3 Anastasios Douvikas ('90+5 )

Ævintýri Como undir stjórn Cesc Fabregas heldur áfram en liðið er komið upp í fjórða sæti ítölsku A-deildarinnar eftir að hafa unnið útisigur gegn Pisa í dag. Liðið vann sinn þriðja leik í röð og er nú jafnt Roma og Juventus að stigum.

Leikið var klukkan 15 að staðartíma þar sem Þrettándinn er frídagur á Ítalíu.

Pisa situr í fallsæti og þetta var þolinmæðisverk hjá lærisveinum Fabregas í dag. Argentínumaðurinn Maximo Perrone skoraði á 68. mínútu með skoti úr D-boganum eftir sendingu Maxence Caqueret.

Gríski framherjinn Anastasios Douvikas tvöfaldaði forystuna á 76. mínútu eftir skyndisókn, Jesús Rodríguez renndi boltanum á Douvikas sem var í dauðafæri og kláraði vel.

Í uppbótartíma fékk Como svo vítaspyrnu þegar brotið var á Douvikas. Hann fór sjálfur á punktinn, skoraði sitt annað mark og þriðja mark Como. Úrslitin 0-3.

Tveir aðrir leikir eru í ítölsku A-deildinni í dag, að sjálfsögðu beint á Livey.

17:00 Lecce - Roma
19:45 Sassuolo - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 18 12 1 5 27 15 +12 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Atalanta 19 7 7 5 23 19 +4 28
8 Bologna 18 7 5 6 25 19 +6 26
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Verona 18 3 6 9 15 29 -14 15
19 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner