Bruno íhugar sína stöðu á Old Trafford - Kane ræðir við Bayern um framlengingu - Beto á blaði Juve
   þri 06. janúar 2026 13:18
Elvar Geir Magnússon
Meiðslamartröð í vörn City - Dias frá í allt að sex vikur og langt í Gvardiol
Ruben Dias.
Ruben Dias.
Mynd: EPA
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að portúgalski miðvörðurinn Ruben Dias verði frá í fjórar til sex vikur vegna meiðsla aftan í læri.

Þá segir hann að króatíski varnarmaðurinn Josko Gvardiol verði „lengi fjarverandi“ en hann er á leið í aðgerð seinna í þessari viku eftir að hafa meiðst í 1-1 jafntefli gegn Chelsea á sunnudaginn.

Ofan á þetta er John Stones einnig á meiðslalistanum en hann hefur mikið verið á honum síðustu tvö tímabil.

Nathan Ake leikfær
„Við höfum á móti fengið miðvörð aftur; Nathan Ake er klár og Max Alleyene kom til baka úr láni frá Watford. Við getum alltaf spjarað okkur," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

Talað hefur verið um að City muni líklega að reyna að kaupa Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace, í þessum mánuði. Eins og mikið hefur verið fjallað um er Guehi að verða samningslaus í sumar og er á óskalista margra af stærstu félögum Evrópu.

City hefur misst Arsenal sex stigum á undan sér í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir ljósbláu mæta Brighton á heimavelli annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner