Kantmaðurinn eftirsótti Antoine Semenyo er á leið til Manchester City. Hann fer í læknisskoðun hjá stórveldinu á fimmtudaginn.
Man City er að kaupa Semenyo úr röðum Bournemouth fyrir 65 milljónir punda en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum úrvalsdeildarinnar síðustu 18 mánuði.
Sky Sports er meðal fjölmiðla sem segja Semenyo fara í læknisskoðun á fimmtudaginn. Hann verður því kynntur sem nýr leikmaður City á föstudaginn og getur spilað með liðinu gegn Exeter City FC í enska bikarnum á laugardag.
Semenyo verður með Bournemouth gegn Tottenham annað kvöld en það er að öllum líkindum hans síðasti leikur fyrir félagið.
Athugasemdir




