Victor Osimhen og Ademola Lookman tengdu vel saman í þægilegum sigri Nígeríu gegn Mósambík í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar í gær.
Það kom því mörgum á óvart þegar Osimhen brjálaðist út í einn liðsfélaga sinn eftir sókn í síðari hálfleik, þegar staðan var þegar orðin 3-0. Osimhen var laus og vildi fá boltann, en fékk ekki og missti stjórn á skapinu.
Liðsfélagar hans unnu hornspyrnu og nýtti Osimhen tækifærið til að húðskamma leikmanninn sem gaf ekki boltann á hann.
Ademola Lookman, sem bjó til tvö mörk fyrir Osimhen í sigrinum og skoraði eitt sjálfur, sagði við Osimhen að slaka á en þeir tveir eru stærstu stjörnurnar í afar sterku landsliði Nígeríu.
Osimhen brást ekki við þessari ráðleggingu frá Lookman og öskraði á hann. Hann hætti svo að reyna að spila fótbolta og strunsaði um völlinn í rúma mínútu áður en þjálfari Nígeríu skipti honum útaf.
Í stað þess að setjast á varamannabekkinn fór Osimhen beint í búningsklefann. Hann skoraði tvö mörk í sigrinum og fékk því ekki tækifæri til að fullkomna þrennu.
Með tvennu gærdagsins er Osimhen kominn með 3 mörk og 1 stoðsendingu í 4 leikjum í Afríkukeppninni. Nígería mætir annað hvort Alsír eða Austur-Kongó í 8-liða úrslitum.
Osimhen er 27 ára gamall og er skærasta stjarnan í tyrkneska stórveldi Galatasaray. Fyrir það var hann skærasta stjarnan í liði Napoli þar sem hann var markahæstur í Serie A og leiddi félagið að langþráðum Ítalíumeistaratitli tímabilið 2022-23.
In the match between Nigeria and Mozambique, Victor Osimhen was angry with his teammates and refused to continue playing until he was substituted. After the end of the match, he went straight to the dressing room.
byu/977x insoccer
Athugasemdir




