Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag snýr aftur til Twente (Staðfest)
Mynd: EPA
FC Twente er búið að staðfesta ráðningu á Hollendingnum Erik ten Hag sem tæknilegum stjóra félagsins.

Ten Hag hefur verið án starfs eftir stutta dvöl hjá Bayer Leverkusen í þýska boltanum, en þar áður var hann við stjórnvölinn hjá Manchester United eftir að hafa gert frábæra hluti með Ajax í heimalandinu.

Ten Hag er 55 ára gamall og hefur störf hjá Twente næsta sumar. Hann þekkir mjög vel til hjá félaginu enda er þetta uppeldisfélagið hans, þar sem hann hóf fótboltaferilinn sinn og lagði skóna á hilluna.

Ten Hag lék fyrir Twente tímabilið 1989-90 og svo aftur frá 1992 til 1994 áður en hann lauk ferlinum þar. Hann lék með Twente síðustu sex ár ferilsins til 2022.

„Ég hef stutt við FC Twente frá því að ég var barn. Fótboltaferillinn minn hófst hérna og þjálfaraferillinn líka. Ég vil styrkja Twente sem fótboltafélag. Ég kem til félagsins með góða reynslu af þróunarstarfi barna og unglinga, hópefli og afreksíþróttamenningu," sagði Ten Hag meðal annars við undirskrift á samningi.


Athugasemdir
banner
banner