Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 06. janúar 2026 10:15
Elvar Geir Magnússon
„Því miður fyrir Strasbourg kemur hann með mér til Chelsea“
Khalifa Cisse (til vinstri) í leik með Reading 2008.
Khalifa Cisse (til vinstri) í leik með Reading 2008.
Mynd: EPA
Liam Rosenior staðfesti í morgun að hann væri að fara að taka við Chelsea. Aðeins þrír aðstoðarmenn fylgja honum frá Strasbourg.

Þar ber fyrstan að nefna aðstoðarmann hans, Khalifa Cisse, sem hefur einnig verið franskur túlkur fyrir hann.

Cisse lék á Englandi á leikmannaferli sínum, flestir leikirnir voru hjá Reading 2007-2010. Einnig lék hann fyrir Bristol City og örfáa leiki fyrir Derby County.

„Ég væri ekki í þessari stöðu án starfsliðsins míns. Það er ótrúlegt. Ég hef aldrei hitt manneskju með eins mikla tilfinningagreind og Khalifa. Því miður fyrir Strasbourg þá kemur hann með mér til Chelsea," segir Rosenior.

Leikgreinandinn Ben Warner og þjálfarinn Justin Walker yfirgefa einnig Strasbourg og verða í nýja teyminu hjá Chelsea.

Strasbourg er systurfélag Chelsea en bæði félög eru undir eignarhaldi BlueCo, Todd Boehly og félaga.
Athugasemdir
banner
banner