Brasilíski sóknarmaðurinn Neymar segist hafa upplifað magnaðar tilfinningar þegar hann spilaði fyrir Santons á nýjan leik.
Þessi 33 ára stórstjarna spilaði sinn fyrsta leik fyrir Santos í tólf ár en hann gekk aftur í raðir félagsins í lok janúar frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Neymar yfirgaf Santos 2013 og gekk þá í raðir Barcelona.
Þessi 33 ára stórstjarna spilaði sinn fyrsta leik fyrir Santos í tólf ár en hann gekk aftur í raðir félagsins í lok janúar frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Neymar yfirgaf Santos 2013 og gekk þá í raðir Barcelona.
Neymar þótti hafa sýnt flotta takta þegar hann kom af bekknum í 1-1 jafntefli gegn Botafogo.
„Ég elska Santos. Ég hef engin orð til að lýsa tilfinningum mínum þegar ég kom inn á völlinn. Ég er að jafna mig á meiðslum og er ekki orðinn 100% en verð orðinn góður eftir fjóra eða fimm leiki. Ég þarf mínútur, ég þarf leiki," segir Neymar.
Margir leikmenn og starfsmenn Botafogo fengu myndir af sér með Neymar eftir leikinn en hann á landsleiki fyrir Brasilíu og er sönn goðsögn í landinu.
Neymar vann sex titla með Santos á sínum tíma og var kominn með 136 mörk í 225 leikjum þegar hann var 21 árs.
Athugasemdir