Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
   fim 06. febrúar 2025 10:46
Elvar Geir Magnússon
Willian kominn aftur í Fulham (Staðfest)
„Velkominn aftur, Willian," skrifar Fulham á samfélagsmiðla sína þar sem félagið staðfestir endurkomu Brasilíumannsins Willian til félagsins.

Willian, sem er 36 ára, var án félags eftir að hafa rift samningi sínum við gríska félagið Olympiakos. Hann skrifar undir samning við Fulham út þetta tímabilið.

Willian var með Fulham 2022–2024 þar sem hann gerði 10 mörk og gaf 7 stoðsendingar í 67 leikjum. Willian hefur átt frábæran feril og telur Fulham að hann eigi enn eitthvað eftir á tankinum.

Brasilíumaðurinn spilaði áður með Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og þá lék hann einnig með Corinthians, Anzhi og Shakhtar Donetsk.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir