
„Tilfinningin er bara mjög góð og að vinna svona leik eins og við unnum hann er bara besta tilfinning sem þú finnur í fótbolta" Segir Óskar Örn Hauksson eftir 1-0 sigur Grindvíkinga á Aftureldingu í annarri umferð Mjólkurbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 Grindavík
Óskar Örn skoraði sigurmarkið í dag með glæsilegu marki sem skildi liðin að í dag.
„Það er gott að opna markareikninginn snemma en það var bara skylda. Aron reddar okkur með vítavörslunni þannig þetta var bara frábært."
Mosfellingar áttu töluvert fleiri færi í leik dagsins í dag og hefðu getað skorað mörk í leiknum.
„Við vissum að þetta yrði þungur leikur. Við vorum að koma úr 10 daga æfingaferð bara fyrir nokkrum klukkkutímum síðan. Undirbúningurinn var kannski ekki sá besti en þeim mun öflugri og sterkari sigur var þetta."
„Við ætlum að fara uppúr þessari deild" Segir Óskar Örn þegar hann er spurður hver hans markmið fyrir sumarið séu.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir