Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
   fös 12. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Manchester-slagurinn á sunnudag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarhelgin hefst í hádeginu á morgun þegar Arsenal tekur á móti Nottingham Forest, sem leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Ange Postecoglou.

Arsenal byrjaði tímabilið vel en tapaði svo gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í síðustu umferð. Þetta verður því gríðarlega erfið áskorun fyrir nýja lærisveina Postecoglou.

Fimm leikir hefjast svo samtímis eftir leikslok á Emirates leikvanginum. Þar eru spennandi viðureignir á dagskrá þar sem Everton mætir Aston Villa og Bournemouth fær Brighton í heimsókn meðal annars.

Deginum lýkur svo á tveimur Lundúnaslögum, þar sem West Ham og Brentford eiga heimaleiki gegn Tottenham og Chelsea.

Stórleikur helgarinnar fer að lokum fram á sunnudaginn eftir að Liverpool heimsækir nýliða Burnley.

Manchester City mætir Manchester United á Etihad leikvanginum og má búast við gífurlega skemmtilegum slag.

Laugardagur
11:30 Arsenal - Nott. Forest
14:00 Fulham - Leeds
14:00 Everton - Aston Villa
14:00 Crystal Palace - Sunderland
14:00 Bournemouth - Brighton
14:00 Newcastle - Wolves
16:30 West Ham - Tottenham
19:00 Brentford - Chelsea

Sunnudagur
13:00 Burnley - Liverpool
15:30 Man City - Man Utd
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
10 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
11 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
12 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
13 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner