Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
   fös 12. september 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn um helgina - Madrídarliðin eiga erfiða leiki
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fjórða umferð spænska deildartímabilsins hefst í kvöld þegar Sevilla og Elche eigast við. Sevilla er á heimavelli en Elche hefur farið vel af stað og er án taps á upphafi tímabils.

Sevilla er búið að tapa tveimur leikjum og er með þrjú stig, á meðan Elche er með fimm stig.

Á morgun eru fjórir leikir á dagskrá þar sem Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad fá risaveldi Real Madrid í heimsókn. Orri Steinn Óskarsson var ekki með í landsleikjahlénu vegna vöðvameiðsla og missir líklegast af stórleiknum um helgina.

Sociedad hefur farið illa af stað á nýju deildartímabili og er aðeins með tvö stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar.

Baskarnir í Bilbao eiga svo heimaleik við Alavés áður en Atlético Madrid tekur á móti Villarreal í verulega spennandi slag.

Á sunnudaginn eru aðrir fjórir leikir á dagskrá og lýkur honum í Barcelona, þar sem Spánarmeistararnir spila við lærisveina Carlos Corberán í liði Valencia.

Espanyol fær svo Mallorca í heimsókn í lokaleik helgarinnar á mánudagskvöldið.

Föstudagur
19:00 Sevilla - Elche

Laugardagur
12:00 Getafe - Oviedo
14:15 Real Sociedad - Real Madrid
16:30 Athletic Bilbao - Alaves
19:00 Atletico Madrid - Villarreal

Sunnudagur
12:00 Celta - Girona
14:15 Levante - Betis
16:30 Osasuna - Vallecano
19:00 Barcelona - Valencia

Mánudagur
19:00 Espanyol - Mallorca
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Athletic 3 3 0 0 6 3 +3 9
3 Villarreal 3 2 1 0 8 1 +7 7
4 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
5 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
6 Getafe 3 2 0 1 4 4 0 6
7 Elche 3 1 2 0 4 2 +2 5
8 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
9 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
10 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
11 Alaves 3 1 1 1 3 3 0 4
12 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
13 Sevilla 3 1 0 2 5 5 0 3
14 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
15 Oviedo 3 1 0 2 1 5 -4 3
16 Atletico Madrid 3 0 2 1 3 4 -1 2
17 Real Sociedad 3 0 2 1 3 4 -1 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir