Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   mán 06. maí 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
McKenna ætlar ekki að fara fet - „Elska að vera hérna“
Það var mikið um dýrðir á Portman Road um helgina þegar Ipswich tryggði sér sæti í enku úrvalsdeildinni. Kieran McKenna hefur unnið ótrúlegt starf en stjórinn hefur komið Ipswich upp um tvær deildir á tveimur árum.

McKenna hefur hlotið mikið lof og verið orðaður við stærri félög, eins og til dæmis West Ham og Brighton. Eftir að 2-0 sigur á Huddersfield sem innsiglaði úrvalsdeildarsætið sagðist McKenna ekki ætla að skipta um starf.

„Ég elska að vera hérna. Ég er svo stoltur af því að vera stjóri hjá þessu félagi. Ég hef gefið svo mikið af sjálfum mér og er einbeittur að því að njóta ferðalagsins. Það hafa verið vangaveltur í gangi í tvö ár en ég hef sýnt félaginu hollustu mína. Ég er ánægður með að hafa verið hérna áfram og það eru stór og spennandi skref framundan," segir McKenna.

Ipswich hefur náð í 194 stig á tveimur tímabilum og nú segist McKenna ætla að halda í stutt sumarfrí með fjölskyldunni og hlaða rafhlöðurnar fyrir næsta tímabil með félaginu.

Sá hann þennan uppgang fyrir sér þegar hann tók við Ipswich 2021?

„Nei, ekki á svona skömmum tíma. Við ætluðum að komast upp, það var okkar markmið eins og allra hinna. Það eru svo mörg stór félög í píramídanum og þetta er ein erfiðasta Championship-deild sögunnar."

McKenna er 37 ára Norður-Íri sem var hjá Manchester United sem aðstoðarstjóri, bæði hjá Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 16 11 4 1 43 15 +28 37
2 Middlesbrough 16 8 6 2 20 14 +6 30
3 Stoke City 16 8 3 5 22 12 +10 27
4 Bristol City 16 7 5 4 25 18 +7 26
5 Preston NE 16 7 5 4 21 16 +5 26
6 Hull City 16 7 4 5 28 27 +1 25
7 Millwall 16 7 4 5 18 23 -5 25
8 Ipswich Town 15 6 6 3 26 16 +10 24
9 Birmingham 16 7 3 6 24 18 +6 24
10 Leicester 16 6 6 4 20 17 +3 24
11 Watford 16 6 5 5 22 20 +2 23
12 Derby County 16 6 5 5 22 22 0 23
13 Charlton Athletic 16 6 5 5 17 17 0 23
14 Wrexham 16 5 7 4 20 19 +1 22
15 QPR 16 6 4 6 20 25 -5 22
16 Southampton 16 5 6 5 23 22 +1 21
17 West Brom 16 6 3 7 16 19 -3 21
18 Blackburn 15 6 1 8 16 20 -4 19
19 Portsmouth 16 4 5 7 15 21 -6 17
20 Swansea 16 4 5 7 15 22 -7 17
21 Oxford United 16 3 5 8 17 23 -6 14
22 Sheffield Utd 15 3 1 11 11 26 -15 10
23 Norwich 16 2 3 11 15 27 -12 9
24 Sheff Wed 15 1 5 9 12 29 -17 -4
Athugasemdir
banner
banner