þri 06. maí 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 5. umferðar - Gylfi stimplar sig inn
Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar.
Gylfi Þór Sigurðsson er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Túfa (til hægri) var flottur í Eyjum.
Túfa (til hægri) var flottur í Eyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Mar er í annað sinn í liði umferðarinnar.
Júlíus Mar er í annað sinn í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur, Vestri og Breiðablik eru jöfn að stigum eftir gríðarlega skemmtilega 5. umferð Bestu deildarinnar. Það er nóg að ræða á kaffistofum landsins.

Vestri heldur áfram að gera frábæra hluti en liðið vann 2-0 útisigur gegn ÍBV. Guy Smit á hrós skilið fyrir öfluga frammistöðu í marki liðsins og hinn reynslumikli Vladimir Tufegdiz er ásamt honum í Sterkasta liði umferðarinnar. Túfa skoraði fyrra markið í Eyjum.



Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark sem reyndist sigurmark Víkings í 3-2 sigri gegn Fram. Fyrsta mark Gylfa fyrir Víkinga í Bestu deildinni og mikilvægt fyrir hann eftir erfiða byrjun á mótinu.

Það var þrumustuð að hætti Katalínu þegar Breiðablik og KR gerðu 3-3 jafntefli á Kópavogsvelli. KR-ingar hafa kveikt í öllum skipum landsins og eiga tvo fulltrúa. Það eru Eiður Gauti Sæbjörnsson sem skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu og Júlíus Mar Júlíusson sem bar fyrirliðabandið.

Nýliðar Aftureldingar léku listir sínar í Mosfellsbæ og unnu Stjörnuna 3-0. Hrannar Snær Magnússon skoraði fyrsta markið og var besti maður vallarins. Hann og Elmar Kári Enesson Cogic hafa sýnt að Besta deildin er þeirra svið.

ÍA fór illa með KA og vann 3-0. Jón Gísli Eyland Gíslason var með mark og stoðsendingu. Erik Tobias Sandberg er einnig í úrvalsliðinu.

Þá vann FH sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið rúllaði yfir Val 3-0. Kristján Flóki Finnbogason skoraði eitt og hálft mark en maður leiksins var Böðvar Böðvarsson. Böddi löpp átti þátt í öllu mörkum FH. Heimir Guðjónsson er þjálfari umferðarinnar.

Fyrri úrvalslið:
   29.04.2025 10:10
Sterkasta lið 4. umferðar - KR-ingar fóru hamförum

   25.04.2025 10:15
Sterkasta lið 3. umferðar - Fjórir fulltrúar Aftureldingar

   15.04.2025 09:45
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar

   07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni

Innkastið - Markaregn og málaliðar
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 5 3 1 1 10 - 4 +6 10
2.    Vestri 5 3 1 1 6 - 2 +4 10
3.    Breiðablik 5 3 1 1 10 - 8 +2 10
4.    KR 5 1 4 0 15 - 10 +5 7
5.    ÍBV 5 2 1 2 6 - 7 -1 7
6.    Afturelding 5 2 1 2 4 - 5 -1 7
7.    Fram 5 2 0 3 10 - 9 +1 6
8.    Valur 5 1 3 1 8 - 9 -1 6
9.    Stjarnan 5 2 0 3 7 - 10 -3 6
10.    ÍA 5 2 0 3 5 - 9 -4 6
11.    FH 5 1 1 3 8 - 8 0 4
12.    KA 5 1 1 3 6 - 14 -8 4
Athugasemdir
banner
banner