Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 06. júlí 2020 20:30
Aksentije Milisic
Segir Theo Hernandez geta orðið besta bakvörð heims
Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, segir að vinstri bakvörður Milan, Theo Hernandez, geti orðið besti bakvörður heims.

Theo hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur fjögur í 26 leikjum á þessu tímabili og segir Pioli að það má búast við enn meiru frá Hernandez.

„Theo er klárlega meiri sóknarbakvörður eins og hann hefur sýnt en hann er að vinna í því að bæta varnarleikinn," sagði Pioli.

„Ef hann bætir sig varnarlega þá getur hann orðið einn besti bakvörður í heimi."

Hernandez hefur verið einn af betri leikmönnum Milan á þessari leiktíð en hann hefur verið orðaður við PSG upp á síðkastið. AC Milan mætir Juventus í stórleik á morgun í ítölsku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner