Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   þri 06. júlí 2021 20:38
Sverrir Örn Einarsson
Arna Sif: Erum alltaf að vaxa
Kvenaboltinn
Arna Sif var öflug í vörn Þór/KA í kvöld
Arna Sif var öflug í vörn Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hrikalega góð. Okkur var farið að langa í þrjú stig, það er lang síðan síðast þannig að við vorum staðráðnar í því að koma hingað og taka öllu þrjú og það gekk eftir. “
Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA aðspurð um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur Þórs/KA á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þór/KA

Mikil barátta einkenndi leikinn og eftir mark Þór/KA í fyrri hálfleik virtist verkefnið vera nokkuð þægilegt fyrir þær þar sem þær kæfðu flestar sóknaraðgerðir Keflavíkur í fæðingu.

„Við vorum búin að fara vel yfir Keflavíkurliðið og vissum hvaða leiðir þær vilja fara og fannst mér við loka mjög vel á það í dag. En ég hefði viljað sjá okkur skora fleiri mörk, við vorum að koma okkur í mjög góðar stöður til að koma okkur í enn betri stöðu þannig að maður hefði viljað sjá aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung.“

Gengi Þór/KA í byrjun móts hefur verið nokkuð brokkgegnt en heldur hefur birt til í herbúðum þeirra að undanförnu og er liðið nú taplaust í síðustu þremur leikjum.

„Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við erum að ná góðum frammistöðum. Erum þéttar til baka og ekki að gefa mörg færi á okkur og koma okkur í góðar stöður þannig að við erum alltaf að vaxa og verða betri og vonandi höldum við þessu áfram. “

Sagði Arna Sif en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner