Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   þri 06. júlí 2021 20:38
Sverrir Örn Einarsson
Arna Sif: Erum alltaf að vaxa
Kvenaboltinn
Arna Sif var öflug í vörn Þór/KA í kvöld
Arna Sif var öflug í vörn Þór/KA í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hrikalega góð. Okkur var farið að langa í þrjú stig, það er lang síðan síðast þannig að við vorum staðráðnar í því að koma hingað og taka öllu þrjú og það gekk eftir. “
Sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA aðspurð um sín fyrstu viðbrögð eftir 2-1 sigur Þórs/KA á Keflavík suður með sjó fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Þór/KA

Mikil barátta einkenndi leikinn og eftir mark Þór/KA í fyrri hálfleik virtist verkefnið vera nokkuð þægilegt fyrir þær þar sem þær kæfðu flestar sóknaraðgerðir Keflavíkur í fæðingu.

„Við vorum búin að fara vel yfir Keflavíkurliðið og vissum hvaða leiðir þær vilja fara og fannst mér við loka mjög vel á það í dag. En ég hefði viljað sjá okkur skora fleiri mörk, við vorum að koma okkur í mjög góðar stöður til að koma okkur í enn betri stöðu þannig að maður hefði viljað sjá aðeins meiri gæði á síðasta þriðjung.“

Gengi Þór/KA í byrjun móts hefur verið nokkuð brokkgegnt en heldur hefur birt til í herbúðum þeirra að undanförnu og er liðið nú taplaust í síðustu þremur leikjum.

„Þetta er þriðji leikurinn í röð þar sem við erum að ná góðum frammistöðum. Erum þéttar til baka og ekki að gefa mörg færi á okkur og koma okkur í góðar stöður þannig að við erum alltaf að vaxa og verða betri og vonandi höldum við þessu áfram. “

Sagði Arna Sif en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner