þri 06. júlí 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ef ég væri ekki með trú, þá gæti ég bara verið heima"
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Vals mæta Dinamo Zagreb frá Króatíu á morgun í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Valur hefði einnig getað mætt Ferencváros frá Ungverjalandi, Zalgaris frá Litáen og Flora Tallin frá Eistlandi. Dinamo Zagreb var hæstskrifaðasta liðið af þessum fjórum.

Dinamo er gríðaralega sterkt lið sem sló Tottenham úr leik í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.

Fyrri leikurinn fer fram í Zagreb á morgun. Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var spurður að því - eftir sigur gegn FH - hvort Valsliðið ætti einhvern möguleika á því að komast áfram úr þessu einvígi.

„Það er auðvitað hörkulið," sagði Heimir þegar hann var spurður út í Dinamo Zagreb.

„Auðvitað verður þetta erfiður leikur en við viljum gera vel í Evrópukeppni. Við munum fara til Króatíu og reyna að ná í hagstæð úrslit þannig að seinni leikurinn hérna á Valsvellinum skipti einhverju máli."

„Það er alltaf möguleiki í fótbolta. Ef ég væri ekki með trú, þá gæti ég bara verið hér heima og sent einhverja aðra með vélinni."

Leikurinn verður flautaður á klukkan 17:00 á morgun.

Sjá einnig:
Valur mætir Tottenham bönum - „Fáránlegt en samt geggjað"
Orri eftir sigur gegn FH: Hefðum unnið 7-0 á okkar degi
Heimir Guðjóns: Ekki mikil liðsheild á bak við það sem þeir gerðu
Athugasemdir
banner
banner