PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Deschamps: Mbappe er alltaf mjög hreinskilinn við mig
Didier Deschamps
Didier Deschamps
Mynd: EPA
Franski þjálfarinn Didier Deschamps var sáttur með gott dagsverk er franska landsliðið komst í undanúrslit Evrópumótsins í gær.

Frakkar hafa ekki spilað skemmtilegasta fótboltann á þessu móti og ekki enn skorað mark úr opnum leik.

Vörnin er besta sóknin. Það hefur gengið hingað til.

„Erfiður leikur gegn frábæru liði Portúgals. Við gátum unnið leikinn og þeir líka. Það er mikil gleði að geta deilt þessu með stuðningsmönnunum. Ég er stoltur af leikmönnunum mínum þó við höfum ekki gert allt upp á tíu.“

„Í vítaspyrnukeppninni ákvað ég að reiða mig á reysnlu og hvernig leikmennirnir voru stemmdir á þeim tíma. Það gekk vel. Ég mundi að portúgalski markvörðurinn hafði átt frábæran leik í 16-liða úrslitum þannig það var mikilvægt að halda ró.“


Deschamps tók Mbappe af velli í hálfleik í framlengingu en það kom mörgum á óvart. Mbappe er einn af vítaskyttum franska liðsins, en sóknarmaðurinn var einfaldlega búinn á því.

„Mbappe er alltaf mjög hreinskilinn við mig og á augnablikinu sem hann sagði mér að honum leið ekki vel þá var ljóst að hann gat ekki haldið áfram. Hann er ekki í besta standinu og er að glíma við líkamleg vandamál sem hafa áhrif sem gerði það að verkum að hann varð mjög þreyttur þegar leið á leikinn.“

Frakkar hafa alls skorað þrjú mörk á mótinu. Mbappe gerði eitt úr víti og hin tvö mörkin voru sjálfsmörk.

„Þetta franska lið þarf að skora fleiri mörk. Þangað til það gerist mun andstæðingurinn geta stjórnað okkur. Það er stóri munurinn á þessu liði og liðsins sem komst í úrslitaleik HM.“

„Við erum komnir í undanúrslit. Ég er ótrúlega ánægður og núna verðum við að njóta augnabliksins,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner