Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 06. október 2020 22:03
Victor Pálsson
Joao Mario aftur til heimalandsins (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Joao Mario hefur gert samning við Sporting Lisbon í Portúgal en hann kemur til félagsins frá Inter Milan á láni.

Mario er landsliðsmaður Portúgals en hann reyndi fyrir sér á Englandi árið 2018 með West Ham, einnig á láni.

Mario gekk í raðir Inter frá einmitt Sporting árið 2016 en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi.

Þessi 27 ára gamli leikmaður er uppalinn hjá Sporting en spilaði með Lokomotiv Moskvu á síðustu leiktíð.

Mario á að baki 45 landsleiki fyrir Portúgal og hefur í þeim skorað tvö mörk.

Athugasemdir
banner
banner
banner