Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 06. október 2024 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann frábæran sigur á KA í neðri hlutanum í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„Mér fannst við spila á stórum hluta mjög vel, fyrri hálfleikurinn var að stærstu leiti frábær en svo duttum við aðeins niður fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik, tókum ekki góðar ákvarðanir á boltann og leyfðum KA mönnum að þrýsta okkur niður en svo unnum við okkur aftur inn í leikinn," sagði Óskar Hrafn.

„Endirinn var frábær og fjórða markið var margt sem maður getur horft á út í hið óendanlega."

Sóknarleikur liðsins hefur verið frábær undanfarið en KR hefur skorað ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Síðustu leikir hafa verið góðir sóknarlega og mér finnst það hafa verið í takt við kraftinn í liðinu. Þegar menn eru kraftmiklir og duglegir varnarlega og þegar þeir tapa boltanum þótt það gangi ekki alltaf upp en ef menn fara á fullu í það þá fylgir sóknarleikurinn með þá verður meiri hraði. Ég er feykilega ánægður með að hafa tengt saman tvær öflugar frammistöður. Nú megum við ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur," sagði Óskar Hrafn.


Athugasemdir