Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
Selma Dögg stolt: Víkingur er á uppleið
Agla María: Eitthvað hungur sem verður til
Ásta Eir: Þetta var það sem ég sá fyrir mér þegar þessi leikur var í augsýn
Fanndís: Töpuðum ekki þessum titli í dag
Telma: Trúi því ekki að þetta hafi gerst
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Víkingar skemmta sér á Akureyri í kvöld - „Vonandi verður alvöru partý í Fossvogi"
Jóhann Kristinn: Vildi ekki gefa rautt spjald í kvennaleik
Guðni: Sáttur við tímabilið
Óli Kristjáns sáttur með tímabilið: Það var alltaf trú
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Rúnar: Hundleiðinlegt að tapa
   sun 06. október 2024 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann frábæran sigur á KA í neðri hlutanum í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„Mér fannst við spila á stórum hluta mjög vel, fyrri hálfleikurinn var að stærstu leiti frábær en svo duttum við aðeins niður fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik, tókum ekki góðar ákvarðanir á boltann og leyfðum KA mönnum að þrýsta okkur niður en svo unnum við okkur aftur inn í leikinn," sagði Óskar Hrafn.

„Endirinn var frábær og fjórða markið var margt sem maður getur horft á út í hið óendanlega."

Sóknarleikur liðsins hefur verið frábær undanfarið en KR hefur skorað ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Síðustu leikir hafa verið góðir sóknarlega og mér finnst það hafa verið í takt við kraftinn í liðinu. Þegar menn eru kraftmiklir og duglegir varnarlega og þegar þeir tapa boltanum þótt það gangi ekki alltaf upp en ef menn fara á fullu í það þá fylgir sóknarleikurinn með þá verður meiri hraði. Ég er feykilega ánægður með að hafa tengt saman tvær öflugar frammistöður. Nú megum við ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur," sagði Óskar Hrafn.


Athugasemdir
banner
banner
banner