Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 06. október 2024 17:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR vann frábæran sigur á KA í neðri hlutanum í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 0 -  4 KR

„Mér fannst við spila á stórum hluta mjög vel, fyrri hálfleikurinn var að stærstu leiti frábær en svo duttum við aðeins niður fyrstu 25 mínúturnar í seinni hálfleik, tókum ekki góðar ákvarðanir á boltann og leyfðum KA mönnum að þrýsta okkur niður en svo unnum við okkur aftur inn í leikinn," sagði Óskar Hrafn.

„Endirinn var frábær og fjórða markið var margt sem maður getur horft á út í hið óendanlega."

Sóknarleikur liðsins hefur verið frábær undanfarið en KR hefur skorað ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum.

„Síðustu leikir hafa verið góðir sóknarlega og mér finnst það hafa verið í takt við kraftinn í liðinu. Þegar menn eru kraftmiklir og duglegir varnarlega og þegar þeir tapa boltanum þótt það gangi ekki alltaf upp en ef menn fara á fullu í það þá fylgir sóknarleikurinn með þá verður meiri hraði. Ég er feykilega ánægður með að hafa tengt saman tvær öflugar frammistöður. Nú megum við ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur," sagði Óskar Hrafn.


Athugasemdir
banner