Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. nóvember 2019 22:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Markvarðabras City, Spurs sigraði örugglega og veisla í Zagreb
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sex leikir hófust klukkan 20:00 í Meistaradeildinni. Tveir leikir kláruðust rétt fyrir 20:00 þegar Bayern og Juventus tryggðu sig áfram í 16-liða úrslit.

PSG þraukaði gegn Brugge á meðan Real valtaði yfir Gala
Mauro Icardi skoraði eina mark PSG þegar liðið lagði Club Brugge á heimavelli í kvöld. Markið kom á 22. mínútu. Mauro Icardi, Angel Di Maria og Kylian Mbappe eru funheitir þessa stundina svo alls ekki óvænt að einn af þeim hafi skorað.

Á Bernabeau fékk Real fljúgandi byrjun þegar Galatasaray kom í heimsókn. Brasíliska ungstirnið Rodrygo skoraði tvö mörk á fyrstu sjö mínútunum en Rodrygo verður ekki nítján ára fyrr en í janúar.

Sergio Ramos ákvað að taka sjálfur vítaspyrnu þegar Real fékk eina slíka á 14. mínútu. Ef Rodrygo hefði fengið að taka vítaspyrnuna hefði hann bætt met yfir sneggstu þrennu í sögunni. Ramos skoraði úr spyrnunni með laglegu Panenka víti. Karim Benzema skoraði svo 4. og 5. markið. Rodrygo náði að klára þrennuna á lokamínútu uppbótartíma. Fræbærlega gert hjá Brassanum sem er yngsti Brasilíumaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Real og PSG í góðri stöðu í þessum riðli.

Tottenham með flottan sigur í Belgrad - Hiti í Zagreb
Ekkert hefur gengið hjá Tottenham undanfarið en liðið heimsótti Rauðu Stjörnuna í Belgrad í kvöld. Giovani Lo Celso kom Spurs yfir í fyrri hálfleik og Heung-min Son skoraði næstu tvö mörk leiksins og Christian Eriksen rak síðasta naglan í kistuna þegar skammt var eftir.

Í Zagreb var mikill hiti þegar Shakhtar kom í heimsókn. Staðan var 1-1 í hálfleik. Á fimm mínútna kafla fengu leikmenn beggja liða rautt spjald. Í kjölfarið komu fjögur mörk. Zagreb komst í 3-1 en í uppbótartíma tókst Shakhtar að komast til baka. Brasilíumaðurinn Tete jafnaði leikinn á áttundu mínútu uppbótartímans með marki úr vítaspyrnu. Shakhtar komið upp í annað sæti riðilsins.

Markmannabras á City og Leverkusen sigraði Atletico
City notaði þrjá markverði í jafntefli gegn Atalanta á útivelli. Ederson byrjaði í markinu en fór af velli fyrir Claudio Bravo í hálfleik. Í seinni hálfleik fékk Bravo að líta rauða spjaldið og þá var hægri bakverðinum Kyle Walker skipt inn á í markið. Raheem Sterling og Mario Pasalic skoruðu mörk leiksins.

Leverkusen vann óvæntan sigur á Atletico á heimavelli í kvöld. Leverkusen var á botni þessa riðils og Atletico með sjö stig eftir þrjár umferðir. Leverkusen var heilt yfir betra í kvöld og komst í 2-0. Fyrra markið var afar skrautlegt sjálfsmark hjá Thomas Partey undir lok fyrri hálfleiks og seinna markið skoraði Kevin Volland.

Staðan í riðlunum
A: PSG hefur 12 stig og er komið áfram í A-riðli. Real Madrid þarf tvö stig í viðbót til að fylgja PSG áfram. B: Bayern er komið áfram og Tottenham vantar einn sigur í viðbót til að elta Bayern upp úr riðlinum. C: City er stigi frá öruggu sæti áfram á meðan Shakhtar og Dinamo berjast hatrammlega um 2. sætið. Bæði lið hafa fimm stig. D: Juventus er komið áfram og Atletico þarf einn sigur í viðbót til að fylgja Juventus áfram.

Paris Saint Germain 1 - 0 Club Brugge
1-0 Mauro Icardi ('22 )
1-0 Mbaye Diagne ('76 , Misnotað víti)

Real Madrid 6 - 0 Galatasaray
1-0 Rodrygo ('4 )
2-0 Rodrygo ('7 )
3-0 Sergio Ramos ('14 , víti)
4-0 Karim Benzema ('45 )
5-0 Karim Benzema ('80 )
6-0 Rodrygo ('90+2 )


Crvena Zvezda 0 - 3 Tottenham
0-1 Giovani Lo Celso ('34 )
0-2 Son Heung-Min ('57 )
0-3 Son Heung-Min ('61 )
0-4 Christian Eriksen ('85 )

Dinamo Zagreb 3 - 3 Shakhtar D
0-1 Alan Patrick ('13 )
1-1 Bruno Petkovic ('25 )
2-1 Luka Ivanusec ('83 )
3-1 Arijan Ademi ('89 )
3-2 Junior Moraes ('90 )
3-3 Tete ('90+8 , víti)
Rautt spjald: ,Nikola Moro, Dinamo Zagreb ('74)Marlos, Shakhtar D ('79)

Atalanta 1 - 1 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('7 )
0-1 Gabriel Jesus ('43 , Misnotað víti)
1-1 Mario Pasalic ('49 )
Rautt Spjald: Claudio Bravo, City('81)

Lokomotiv 1 - 2 Juventus
0-1 Aaron Ramsey ('4 )
1-1 Aleksey Miranchuk ('12 )
1-2 Douglas Costa ('90 )

Bayer 2 - 0 Atletico Madrid
0-1 Thomas Teye Partey ('41 , sjálfsmark)
1-1 Kevin Volland ('55 )

Athugasemdir
banner
banner