Inter Milan heimsækir Monza í kvöld en Inter jafnar granna sína í AC Milan að stigum með sigri en AC Milan situr í 2. sæti.
Juventus getur hins vegar tekið 2. sætið af Milan með sigri á Udinese.
Eftir ansi dapra byrjun hefur Juventus unnið sjö leiki í röð. Liðið vann aðeins tvo af fyrstu níu leikjum sínum.
Dagurinn hefst á leik Fiorentina og Sassuolo kl. 14.
Ítalía: Sería A
14:00 Fiorentina - Sassuolo
17:00 Juventus - Udinese
19:45 Monza - Inter
Athugasemdir