Þegar ég heyrði að Joey Barton var að þjálfa Fleetwood viðurkenni ég að ég varð svolítið lítill í mér.
Ísak Snær Þorvaldsson var lánaður frá Norwich til Fleetwood Town á lokadegi félagaskiptagluggans nú í janúar.
Ísak er átján ára miðjumaður og mun leika með Fleetwood, sem leikur í þriðju efstu deild Englands, League 1, út þessa leiktíð.
Nánar var rætt við Ísak um ferilinn til þessa í grein sem birtist fyrr í dag. Þar sagði hann frá skrefinu frá Aftureldingu til Norwich og sagði frá því hvernig leikmaður hann er.
Ísak er átján ára miðjumaður og mun leika með Fleetwood, sem leikur í þriðju efstu deild Englands, League 1, út þessa leiktíð.
Nánar var rætt við Ísak um ferilinn til þessa í grein sem birtist fyrr í dag. Þar sagði hann frá skrefinu frá Aftureldingu til Norwich og sagði frá því hvernig leikmaður hann er.
Fleetwood er í 10. sæti League One með 42 stig eftir 27 umferðir. Næsti leikur liðsins er á morgun þegar liðið sækir AFC Wimbledon heim. Fimm stig eru upp í Portsmouth sem situr í 6. sætinu, síðasta umspilssætinu. En hvernig kom það til að Ísak var lánaður til Fleetwood?
Bað um að fara á lán
Var alltaf stefnan að fara á lán út þessa leiktíð?
„Ég hafði spurst um að fara á lán rétt fyrir janúargluggann en Norwich vildi ekki senda mig á lán. Ég vildi spila aðalliðsbolta en Norwich vildi halda mér hjá félaginu áfram," sagði Ísak.
„Ég var nýkominn frá Íslandi vegna heilahristings sem ég fékk nokkrum vikum áður. Svo var það þannig að ég fór á fund og mér sagt að Fleetwood hafði áhuga að fá mig á lán og þyrfti á miðjumanni að halda. Ég vildi fara og Norwich studdi mig þegar ég sagðist vilja fara."
„Það var ekkert annað sem kom til greina en að hoppa á þetta tækifæri þar sem ég hafði mjög mikinn áhuga að fara á lán og það að vera í League 1 á Englandi er bara plús."
Fyrstu kynni af Joey Barton komu á óvart
Hinn litríki Joey Barton er stjóri Fleetwood og var Ísak spurður út í hans fyrstu kynni við Barton.
„Þegar ég heyrði að Joey Barton var að þjálfa Fleetwood viðurkenni ég að ég varð svolítið lítill í mér," sagði Ísak og hló.
„En hann heyrði í mér rétt áður en ég skrifaði undir og það hljómaði allt mjög vel sem hann sagði. Það kom mér á óvart hverju 'nice' hann er miðað við það hvernig hann var sem leikmaður."
„Hann hefur passað mjög vel uppá mig síðustu daga og sér til þess að það séð vel um mig."
Vonast eftir því að fá leiki og mínútur
Ísak var að lokum spurður út í möguleikann á spilatíma hjá Fleetwood. Hvernig metur hann stöðuna á þessum tímapunkti?
„Ég held að ég muni fá einhverjar mínútur en það er undir Barton og hans mönnum komið. Það fer líka eftir því hvernig mér gengur á æfingum og svo ef ég fæ tækifæri í liðinu. Ég vonast til þess að fá einhverjar mínútur og einhverja leiki í byrjunarliðinu," sagði Ísak að lokum.
Sjá einnig:
FCK reyndi að fá Ísak á reynslu 12 ára - Foreldrar sögðu nei
Stöðutaflan
England
1. deild - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Birmingham | 23 | 16 | 5 | 2 | 41 | 17 | +24 | 53 |
2 | Wycombe | 25 | 15 | 6 | 4 | 50 | 27 | +23 | 51 |
3 | Wrexham | 25 | 15 | 6 | 4 | 37 | 18 | +19 | 51 |
4 | Huddersfield | 24 | 14 | 5 | 5 | 37 | 19 | +18 | 47 |
5 | Barnsley | 25 | 12 | 6 | 7 | 39 | 33 | +6 | 42 |
6 | Cambridge City | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
6 | Reading | 24 | 12 | 5 | 7 | 39 | 33 | +6 | 41 |
7 | Stockport | 25 | 10 | 8 | 7 | 37 | 27 | +10 | 38 |
8 | Leyton Orient | 24 | 11 | 4 | 9 | 32 | 22 | +10 | 37 |
9 | Mansfield Town | 23 | 11 | 4 | 8 | 31 | 26 | +5 | 37 |
10 | Bolton | 23 | 11 | 4 | 8 | 35 | 34 | +1 | 37 |
11 | Charlton Athletic | 23 | 9 | 7 | 7 | 27 | 21 | +6 | 34 |
12 | Lincoln City | 25 | 8 | 8 | 9 | 28 | 30 | -2 | 32 |
13 | Stevenage | 23 | 8 | 7 | 8 | 18 | 20 | -2 | 31 |
14 | Exeter | 24 | 9 | 4 | 11 | 28 | 31 | -3 | 31 |
15 | Blackpool | 24 | 7 | 9 | 8 | 32 | 35 | -3 | 30 |
16 | Rotherham | 23 | 7 | 7 | 9 | 21 | 23 | -2 | 28 |
17 | Wigan | 23 | 7 | 6 | 10 | 21 | 23 | -2 | 27 |
18 | Northampton | 25 | 6 | 8 | 11 | 24 | 39 | -15 | 26 |
19 | Peterboro | 24 | 7 | 4 | 13 | 41 | 46 | -5 | 25 |
20 | Bristol R. | 24 | 7 | 4 | 13 | 22 | 38 | -16 | 25 |
21 | Crawley Town | 23 | 5 | 5 | 13 | 24 | 43 | -19 | 20 |
22 | Shrewsbury | 24 | 4 | 5 | 15 | 24 | 44 | -20 | 17 |
23 | Cambridge United | 24 | 4 | 5 | 15 | 22 | 43 | -21 | 17 |
24 | Burton | 24 | 2 | 8 | 14 | 20 | 38 | -18 | 14 |
Athugasemdir