Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég skammaðist mín að vera stuðningsmaður Liverpool"
Jamie Carragher.
Jamie Carragher.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, var reiður og skammaðist sín eftir að félagið tók þá ákvörðun að starfsmenn félagsins fengju greitt 80% launa félagsins úr ríkissjóði á meðan kórónaveirástandið er í gangi.

Þess má geta að Liverpool skilaði 42 milljón punda hagnaði á síðasta tímabili.

Félagið hefur nú viðurkennt að ákvörðunin hafi verið röng og hefur skipt um skoðun. Þetta var gert eftir að ákvörðunin var harðlega gagnrýnd.

Carragher gagnrýndi sitt gamla félag á Twitter og ræddi hann einnig við Sky Sports um málið. Þar sagði hann: „Ég var reiður. Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, eru heimsmeistarar og tikka í svo mörg box."

„Að gera eitthvað svona gríðarlega vitlaust, ég trúði því ekki. Ég skammaðist mín að vera stuðningsmaður Liverpool. Tottenham og Newcastle hafa einnig gert þetta, en ég og allur fótboltaheimurinn býst við þessu frá Daniel Levy og Mike Ashley. En ekki frá Liverpool. Ég er hæstánægður að þeim hefur snúist hugur."

Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur skrifað bréf til stuðningsmanna þar sem beðist er afsökunar á þessum dómgreindarbresti félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner