Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   mið 07. apríl 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
England spilar á heimavelli Middlesbrough
Enska landsliðið ætlar að spila vináttuleiki fyrir EM í sumar á Riverside, heimavelli Middlesbrough.

Englendingar mæta Austurríki þann 2. júní og Rúmeníu fjórum dögum síðar.

Möguleiki er á að áhorfendur fái að mæta á leikina þar sem afléttingar eru framundan á Englandi.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, er fyrrum leikmaður og stjóri Middlesbrough.

England spilaði síðast á Riverside leikvanginum árið 2003 þegar liið vann Slóvakíu 2-1.
Athugasemdir
banner
banner
banner