Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 07. júlí 2022 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Jákvætt að fá aukaár í undirbúning - „Stórkostleg breidd"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk frekar 'smooth'. Við borðuðum í Puma í hádeginu í gær, beint upp á flugvöll, upp í vél og svo lentum við bara í Manchester," sagði Sif Atladóttir fyrir fyrstu æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið mun æfa á æfingasvæði Crewe Alexandra á meðan liðið tekur þátt í Evrópumótinu.

„Mér líst vel á svæðið, grasið er mjög grænt og lítur vel út. Við erum komnar í skrúfurnar og það verður bara gott að æfa á vellinum í dag."

Opnunarleikur EM fór fram í gærkvöldi á fullum Old Trafford. „Það var geðveikt að sjá það, maður fékk bara gæsahúð þegar maður heyrði og sá stemninguna. Þetta er draumi líkast."

EM átti upprunalega að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna heimsfaraldursins. Þrátt fyrir að vera aldursforseti í hópnum er Sif á því að þetta aukaár sem Ísland fékk í undirbúning sé jákvætt.

„Já, ég held það. Maður horfir bara á þetta sem jákvætt, fleiri leikir í undirbúning og Steini hefur fengið góðan undirbúning með liðið. Hann hefur spilað á mörgum leikmönnum, það vita allir hvaða hlutverki þeir gegna, það geta allir stigið inn ef það kemur eitthvað upp á. Ég held að breiddin sé stórkostleg," sagði Sif.

Viðtalið við hana er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Sjá einnig:
Þessi breidd er ekkert grín - Hægt að stilla upp í tvö sterk lið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner