Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 07. júlí 2022 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Jákvætt að fá aukaár í undirbúning - „Stórkostleg breidd"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk frekar 'smooth'. Við borðuðum í Puma í hádeginu í gær, beint upp á flugvöll, upp í vél og svo lentum við bara í Manchester," sagði Sif Atladóttir fyrir fyrstu æfingu íslenska kvennalandsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið mun æfa á æfingasvæði Crewe Alexandra á meðan liðið tekur þátt í Evrópumótinu.

„Mér líst vel á svæðið, grasið er mjög grænt og lítur vel út. Við erum komnar í skrúfurnar og það verður bara gott að æfa á vellinum í dag."

Opnunarleikur EM fór fram í gærkvöldi á fullum Old Trafford. „Það var geðveikt að sjá það, maður fékk bara gæsahúð þegar maður heyrði og sá stemninguna. Þetta er draumi líkast."

EM átti upprunalega að fara fram síðasta sumar en var frestað vegna heimsfaraldursins. Þrátt fyrir að vera aldursforseti í hópnum er Sif á því að þetta aukaár sem Ísland fékk í undirbúning sé jákvætt.

„Já, ég held það. Maður horfir bara á þetta sem jákvætt, fleiri leikir í undirbúning og Steini hefur fengið góðan undirbúning með liðið. Hann hefur spilað á mörgum leikmönnum, það vita allir hvaða hlutverki þeir gegna, það geta allir stigið inn ef það kemur eitthvað upp á. Ég held að breiddin sé stórkostleg," sagði Sif.

Viðtalið við hana er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

Sjá einnig:
Þessi breidd er ekkert grín - Hægt að stilla upp í tvö sterk lið
Athugasemdir
banner