Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 07. ágúst 2022 20:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stefán Árni í agabanni
Stefán Árni Geirsson.
Stefán Árni Geirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson var ekki í leikmannahópi KR í 4-0 sigrinum gegn ÍBV í dag þar sem hann var í agabanni.

Frá þessu sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í samtali við Fótbolta.net eftir leikinn.

Fyrir tímabil var búist við því að Stefán Árni gæti sprungið út á þessari leiktíð í ljósi þess að Óskar Örn Hauksson ákvað að söðla um og fara í Stjörnuna.

Stefán Árni, sem er 21 árs, er hins vegar ekki búinn að finna mikinn takt. Meiðsli hafa spilað þar inn í og spurði undirritaður Rúnar að því hvort Stefán væri á meiðslalistanum þar sem hann var ekki í hóp í dag.

Rúnar sagði þá frá því að það væri ekki þannig, Stefán væri nefnilega í agabanni. Rúnar vildi annars ekki tjá sig frekar um málið eða hvað Stefán hafði gert til þess að vera ekki í hópnum í dag. Það verður tæklað innan hópsins.

Viðtal við Rúnar birtist innan skamms.
Athugasemdir
banner
banner
banner