Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   mið 07. ágúst 2024 12:56
Elvar Geir Magnússon
Verður Zubimendi fyrstu kaup Slot hjá Liverpool?
Zubimendi hefur leikið tíu landsleiki fyrir Spán.
Zubimendi hefur leikið tíu landsleiki fyrir Spán.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur áhuga á Martin Zubimendi miðjumanni Real Sociedad og spænska landsliðsins.

Zubimendi var með spænska landsliðinu á EM í sumar en hann kom af bekknum þegar Rodri meiddist í úrslitaleiknum.

Þessi 25 ára leikmaður hefur verið hjá Sociedad síðan 2011 og er með riftunarákvæði upp á 51,5 milljónir punda.

Hann hjálpaði Sociedad að enda í sjötta sæti í La Liga á síðasta tímabili, þar sem hann skoraði fjögur mörk í 31 deildarleik. Þá komst liðið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinar.

Zubimendi gæti orðið fyrsti leikmaðurinn sem Slot fær til sín síðan hann tók við stjórn Liverpool af Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner