Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elfsborg að kaupa Gabríel Snæ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska félagið Elfsborg er samkvæmt heimildum Fótbolta.net að ganga frá kaupum á Gabríel Snæ Gunnarssyni. Gabríel er leikmaður ÍA og er áætlað að félagaskiptin muni ganga í gegn 1. júlí. Hann mun því spila fyrri hluta tímabilsins með ÍA.

Gabríel fór á reynslu til Elfsborg í vetur og stóð sig vel. Félagið sér hann fyrir sér fá hlutverk á næstu misserum og mun Gabríel skrifa undir langtímasamning.g

Hann er unglingalandsliðsmaður sem fæddur er árið 2008 og spilar sem framherji. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í lokaumferð Bestu deildarinnar í fyrra þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Aftureldingu. Hann á að baki ellefu leiki fyrir yngri landsliðin, þar af tvo fyrir U19.

Elfsborg er Íslendingafélag, hjá félaginu eru þeir Júlíus Magnússon og Ari Sigurpálsson. Liðið var í alvöru titil baráttu tímabilið 2023 og þá voru þeir Andri Fannar Baldursson, Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen hjá félaginu.

Elfsborg endaði í 7. sæti 2024 og 8. sæti á síðasta tímabili.

Gabríel er sonur markahróksins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar sem spilaði með sænsku liðunum Halmstad, Norrköping og Häcken á sínum ferli. Gunnar Heiðar varð markakóngur í Allsvenskan tímabilið 2005 sem leikmaður Halmstad.
Athugasemdir
banner
banner