Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 19:16
Ívan Guðjón Baldursson
Stjórnendur Chelsea tilbúnir að kaupa nýja leikmenn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Liam Rosenior þjálfari Chelsea segir að félagið sé á tánum á lokadögum janúargluggans.

Chelsea er tilbúið að kaupa inn nýja leikmenn ef réttar aðstæður koma upp. Félagið er sérstaklega í leit að nýjum miðverði til að fullkomna byrjunarliðið og er bjartsýnt í vont sinni um að landa öflugum leikmanni fyrir gluggalok.

„Stjórnendurnir eru að fylgjast náið með framvindu mála á leikmannamarkaðinum. Þetta snýst um að vera tilbúnir með puttann á púlsinum. Ég hef verið í fótbolta nógu lengi til að vita að það getur ýmislegt gerst á lokadögum janúargluggans," segir Rosenior.

„Ákveðnir leikmenn verða lausir sem maður bjóst ekki við að yrðu lausir og þannig getur maður styrkt liðið sitt. Hvort sem það er framherji, kantmaður eða varnarmaður. Ef við sjáum eitthvað sem er þess virði þá veit ég að stjórnendurnir eru tilbúnir að stökkva á það.

„Það gæti eitthvað gerst, en það gæti líka verið að ekkert gerist. Við verðum að bíða og sjá."


Chelsea vantar miðvörð til að fylla í skarðið fyrir Levi Colwill sem lenti í slæmum meiðslum og kemur líklega ekki aftur við sögu á tímabilinu.

Liðið er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 37 stig eftir 23 umferðir og endaði meðal átta efstu liða í deildarkeppni Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner