Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 14:27
Elvar Geir Magnússon
Mateta utan hóps - „Hausinn er ekki á réttum stað“
Mateta í leik með Crystal Palace.
Mateta í leik með Crystal Palace.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Jean-Philippe Mateta verður ekki í leikmannahópi Crystal Palace sem mætir Nottingham Forest á sunnudag. Mateta hefur gefið það út að hann vilji yfirgefa Palace.

„Ég get staðfest það að JP verður ekki í hópnum. Það hefur ekkert að gera með félagaskipti, hann er bara ekki með einbeitinguna á réttum stað. Það væri glórulaust að spila honum," segir Oliver Glasner, stjóri Palace.

„Við þurfum að verja liðið og ég þarf að verja hann. Þess vegna fer hann ekki með okkur til Nottingham."

Þarf að spila betur ef hann ætlar á HM
Glasner segir að mögulega verði Mateta enn leikmaður Palace þegar glugganum verður lokað á mánudagskvöld en líka sé möguleiki á að hann verði farinn og félagið búið að fá inn nýjan sóknarmann.

Juventus og AC Milan hafa sýnt Mateta áhuga og þá lagði Nottingham Forest fram tilboð í hann á dögunum. Hann hefur einnig verið orðaður við Aston Villa, Newcastle og Tottenham. BBC segir að AC Milan ætli að leggja meiri áherslu á að vinna í því að fá Mateta fyrir gluggalok.

„Ég veit að ef JP verður áfram þá mun hann leggja sig allan fram því hann á sér stóran draum um að spila með Frakklandi á HM. Hann þarf að standa sig til að gera það og hann verður að spila betur en hann hefur gert síðustu vikur. Hann er meðvitaður um það," segir Glasner en Mateta hefur ekki skorað síðan á nýársdag.

Neikvæður fylgifiskur árangursins
Fyrr í glugganum var Marc Guehi, fyrirliði Palace, seldur til City. Margir stuðningsmenn liðsins hafa áhyggjur af þróun mála hjá bikarmeisturunum.

„Ég talaði um það fyrir mánuðum síðan. Þetta er kannski neikvæður fylgifiskur velgengninnar. Leikmenn vilja fara og spila fyrir stærri félög, meiri pening, hafa eigin framtíð. Þetta er það sem Palace og við erum að glíma við núna," segir Glasner.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 23 15 5 3 42 17 +25 50
2 Man City 23 14 4 5 47 21 +26 46
3 Aston Villa 23 14 4 5 35 25 +10 46
4 Man Utd 23 10 8 5 41 34 +7 38
5 Chelsea 23 10 7 6 39 25 +14 37
6 Liverpool 23 10 6 7 35 32 +3 36
7 Fulham 23 10 4 9 32 32 0 34
8 Brentford 23 10 3 10 35 32 +3 33
9 Newcastle 23 9 6 8 32 29 +3 33
10 Everton 23 9 6 8 25 26 -1 33
11 Sunderland 23 8 9 6 24 26 -2 33
12 Brighton 23 7 9 7 33 31 +2 30
13 Bournemouth 23 7 9 7 38 43 -5 30
14 Tottenham 23 7 7 9 33 31 +2 28
15 Crystal Palace 23 7 7 9 24 28 -4 28
16 Leeds 23 6 8 9 31 38 -7 26
17 Nott. Forest 23 7 4 12 23 34 -11 25
18 West Ham 23 5 5 13 27 45 -18 20
19 Burnley 23 3 6 14 25 44 -19 15
20 Wolves 23 1 5 17 15 43 -28 8
Athugasemdir
banner