Bragi Karl Bjarkason var rétt í þessu tilkynntur sem nýr leikmaður Njarðvíkur. Hann var keyptur frá FH til félagsins og er talið að kaupverðið nemi um fjórum milljónum króna.
Bragi er 23 ára sóknarmaður sem er uppalinn í ÍR. Hann varð markakóngur í 2. deild 2023 þegar hann skoraði 21 mark, ári seinna skoraði hann 11 mörk í Lengjudeildinni 2024 og var sóttur til FH.
Hann skoraði aðeins tvö mörk fyrir FH á síðasta tímabili, sem bæði komu í fræknum 4-5 útisigri á Breiðabliki. Hann kom við sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra en byrjaði einungis tvo þeirra.
Stefán Marteinn, fréttamaður Fótbolta.net, ræddi við Braga Karl um vistaskiptin.
Bragi er 23 ára sóknarmaður sem er uppalinn í ÍR. Hann varð markakóngur í 2. deild 2023 þegar hann skoraði 21 mark, ári seinna skoraði hann 11 mörk í Lengjudeildinni 2024 og var sóttur til FH.
Hann skoraði aðeins tvö mörk fyrir FH á síðasta tímabili, sem bæði komu í fræknum 4-5 útisigri á Breiðabliki. Hann kom við sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra en byrjaði einungis tvo þeirra.
Stefán Marteinn, fréttamaður Fótbolta.net, ræddi við Braga Karl um vistaskiptin.
„Tilfinningin er mjög fín, maður finnur fyrir miklum metnaði í félaginu og maður er spenntur að komast af stað.“
„Þetta bar nokkuð fljótt að, maður fann að maður var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í hjá FH. Maður vildi fá að skoða eitthvað annað og Njarðvík kom upp.
Verkefnið hérna hljómaði mjög spennandi og eitthvað sem mig langaði að taka þátt í. Maður fann fyrir metnaði og ástríðu fyrir því að ná árangri. Umhverfið og þjálfarateymið heillaði mikið.“
„Það voru einhver lið inni í menginu en mér leist best á Njarðvík. Eftir spjallið við Davíð var maður spenntastur fyrir þessu. Ég er mjög ánægður með að vera kominn.“
Njarðvík endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en tapaði umspilseinvígi gegn grönnunum í Keflavík. Bragi segir markmiðið að gera betur en á síðasta ári.
„Maður fylgdist auðvitað með Lengjudeildinni í fyrra. Njarðvíkingarnir litu mjög vel út. Vonandi næ ég að hjálpa þeim að klára þetta og komast í Bestu deildina. Það er metnaður og ég hlakka til að klára það.“
Fyrsti leikur Braga verður í Lengjubikarnum gegn ÍR, en Bragi er uppalinn ÍR-ingur.
„Það er allt í lagi. Fyrsti leikurinn minn með FH var gegn ÍR líka. Það er alltaf skrítin tilfinning að spila gegn uppeldisfélaginu en svona er boltinn. Maður spilar alla leiki og gefur sig allan fram alveg sama á móti hverjum maður spilar.“
Athugasemdir
























