Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 15:26
Elvar Geir Magnússon
ÍR með upplýsingafund vegna mögulegrar sameiningar í Breiðholti
Lengjudeildin
Frá leik ÍR og Leiknis síðasta sumar.
Frá leik ÍR og Leiknis síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fótboltadeild ÍR hefur boðað til upplýsingafundar fyrir ÍR-inga varðandi mögulega sameiningu ÍR og Leiknis.

Fundurinn fer fram næsta miðvikudag, þann 4. febrúar, í veislusal ÍR klukkan 20:00.

Starfshópur mun byrja fundinn á kynningu um verkefnið og að henni lokinni verður orðið laust fyrir spurningar eða ef menn vilja fá að tjá sig eitthvað nánar um verkefnið.

„Við hvetjum ÍR-inga og félagsmenn ÍR að mæta og kynna sér þetta nánar og spyrja þær spurningar sem hvíla á ykkur," segir í upplýsingum við viðburðinn á Facebook.

Fyrr í vikunni fjallaði Fótbolti.net um að auknar líkur væru á því að liðin mæti sameinuð til leiks í fótboltanum frá og með næsta ári.

Viðræður hafa verið í gangi um að nýtt fótboltafélag myndi bera nafnið Breiðholt og taka þátt í öllum flokkum í karla- og kvennaflokki.

Meistaraflokkar karla hjá Leikni og ÍR leika báðir í Lengjudeildinni. Leiknir hefur ekki sent kvennalið til keppni í meistaraflokki síðan árið 2019, en kvennalið ÍR leikur í 2. deild.
Athugasemdir
banner
banner