Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
   fös 30. janúar 2026 16:29
Elvar Geir Magnússon
Bragi Karl keyptur til Njarðvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Bragi Karl er kominn til Njarðvíkur.
Bragi Karl er kominn til Njarðvíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Njarðvík
Sóknarleikmaðurinn Bragi Karl Bjarkason hefur verið keyptur frá FH til Njarðvíkur. Talað hefur verið um að kaupverðið sé um fjórar milljónir króna.

Bragi er 23 ára og var eitt ár hjá FH, eftir að hafa komið frá uppeldisfélagi sínu, ÍR.

Bragi gerir samning við Njarðvík út keppnistímabilið 2029, og hefur æfingar með nýju liðsfélögum sínum í dag. Knattspyrnudeild Njarðvíkur býður Braga Karl hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og hlakkar mikið til að sjá hann í grænu treyjunni næstu árin!" segir í tilkynningu Njarðvíkinga.

Bragi varð markakóngur 2. deildar 2023 þegar hann skoraði 21 mark. Hann skoraði 11 mörk í Lengjudeildinni 2024 og tvö mörk fyrir FH á síðasta tímabili, bæði í fræknum 4-5 útisigri á Breiðabliki. Hann kom við sögu í 18 leikjum í Bestu deildinni í fyrra en byrjaði einungis tvo þeirra.

Njarðvík var nálægt því að komast upp í Bestu deildina í fyrra og ætlar sér alla leið í ár, undir stjórn Davíðs Smára Lamude.

Komnir í Njarðvík
Bragi Karl Bjarkason frá FH
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá Vestra
Aron Einarsson frá Leikni
Felix Mathaus frá Grænhöfðaeyjum
Arnleifur Hjörleifsson alfarið frá ÍA (var á láni)

Farnir
Davíð Helgi Aronsson í Víking (var á láni)
Viggó Valgeirsson til ÍBV (var á láni)
Almo (var á láni frá Víkingi)
Svavar Örn Þórðarson í HK
Dominik Radic í HK
Aron Snær Friðriksson í Víking


Athugasemdir
banner
banner