Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 18:57
Ívan Guðjón Baldursson
Guessand er lentur í London
Mynd: EPA
Mynd: Aston Villa
Sky Sports er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Evann Guessand er lentur í London þar sem hann gengur til liðs við Crystal Palace á lánssamningi frá Aston Villa.

Unai Emery þjálfari Villa sagði við fjölmiðla að hann væri ósáttur með að missa Guessand sem hefur þó hvorki skorað né lagt upp eftir 600 spilaðar mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Hann er hins vegar kominn með 2 mörk í 7 leikjum í Evrópudeildinni.

Villa borgaði 30 milljónir punda til að kaupa Guessand úr röðum Nice í fyrrasumar en hann er núna á leiðinni til Palace á lánssamningi með árangurstengdri kaupskyldu sem hljóðar upp á 28 milljónir.

Talið er að kaupskyldan virkist ef Guessand spilar 10 úrvalsdeildarleiki fyrir Palace í vor.

Guessand er 24 ára gamall og leikur sem hægri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið á vinstri kanti eða sem fremsti sóknarmaður. Hann er mikilvægur hlekkur í sterku landsliði Fílabeinsstrandarinnar eftir að hafa spilað 15 leiki fyrir unglingalandslið Frakklands.

Hann er búinn að samþykkja fjögurra ára samning hjá Palace ef kaupákvæðið verður virkjað.

Guessand verður kynntur til leiks sem nýr leikmaður Palace í kvöld eða um helgina.

Juventus reyndi einnig að næla í leikmanninn en var of seint í sínum aðgerðum. Hann var búinn að gefa grænt ljós á félagaskipti til Palace.

   29.01.2026 13:43
Palace líka í viðræðum um að fá Guessand lánaðan

Athugasemdir
banner
banner