mán 07. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Schmeichel biður um þolinmæði fyrir Solskjær
Peter Schmeichel
Peter Schmeichel
Mynd: Getty Images
Peter Schmeichel, fyrrum markvörður Manchester United á Englandi, biður stuðningsmenn félagsins að sýna þolinmæði í garð Ole Gunnar Solskjær, stjóra félagsins.

Matty Longstaff skoraði eina markið er Newcastle vann Manchester United í gær en byrjun United á tímabilinu hefur verið afar erfið og eru margir stuðningsmenn farnir að kalla eftir því að Solskjær verði látinn fara.

Schmeichel lék með United í átta ár og vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum auk þess sem hann vann FA-bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeild Evrópu svo eftirminnilega árið 1999.

Hann bað stuðningsmenn um að sýna þolinmæði og benti þar á byrjun ferilsins hjá Sir Alex Ferguson, sem byggði liðið upp og gerði það að einu sigursælasta félagi Englands.

„Áður en við missum okkur yfir því hvað þarf að gera eða hversu slæmt ástandi er þá þurfum við að minna okkur á hversu langan tíma það tók Sir Alex Ferguson að byggja sigurlið," sagði Schmeichel.
Athugasemdir
banner
banner
banner