Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 07. október 2020 08:00
Victor Pálsson
Khedira ekki valinn í 23 manna hóp Juventus
Mynd: Getty Images
Það er alveg ljóst að miðjumaðurinn Sami Khedira á ekki framtíð fyrir sér hjá ítalska stórliðinu Juventus.

Khedira er alls ekki í myndinni hjá Andrea Pirlo, stjóra Juventus, en hann tók við af Maurizio Sarri eftir síðustu leiktíð.

Khedira er 33 ára gamall en hann á enn 12 mánuði eftir af samningi sínum við Juventus sem jafngildir sex milljónum evra.

Félagið og Khedira hafa ekki náð samkomulagi um að rifta samningnum til þessa og er leikmaðurinn því enn samningsbundinn.

Nú er búið að tilkynna 23 manna Meistaradeildarhóp Juventus og er Þjóðverjinn ekki hluti af honum.

Khedira hefur heldur ekki tekið þátt í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins.

Athugasemdir
banner
banner
banner