Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 07. október 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England um helgina - Arsenal fær Liverpool í heimsókn
Gabriel Jesus og Martin Odegaard hafa verið sterkir á tímabilinu
Gabriel Jesus og Martin Odegaard hafa verið sterkir á tímabilinu
Mynd: Getty Images

Arsenal fær Liverpool í heimsókn á Emirates á sunnudaginn en liðin hafa haft misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa.


Liverpool hefur ekki fundið taktinn en Arsenal hefur komið mörgum á óvart og eru á toppnum. Bæði lið eru hins vegar að koma til baka úr góðum Evrópu leikjum í vikunni.

Manchester City fær Southampton í heimsókn á laugardaginn en Erling Haaland er alveg sjóðandi heitur síðan hann gekk til liðs við City, hann skoraði fimm mörk síðastliðna viku. Þrennu í grannslagnum og tvö gegn FCK í vikunni.

Chelsea fær stjóralausa Úlfa í heimsókn og Brighton fær Tottenham í heimsókn í síðdegisleiknum á laugardaginn.

Helginni lýkur með leik Everton og Manchester United á sunnudagskvöldið en lokaleikur umferðinnar fer fram á mánudagskvöldið þegar Forest og Aston Villa mætast.

laugardagur 8. október

ENGLAND: Premier League

14:00 Newcastle - Brentford
14:00 Bournemouth - Leicester
14:00 Man City - Southampton
14:00 Chelsea - Wolves
16:30 Brighton - Tottenham

sunnudagur 9. október

ENGLAND: Premier League

13:00 Crystal Palace - Leeds
13:00 West Ham - Fulham
15:30 Arsenal - Liverpool
18:00 Everton - Man Utd

mánudagur 10. október

ENGLAND: Premier League

19:00 Nott. Forest - Aston Villa


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner