Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 07. desember 2023 14:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Skrefin sem hún hefur tekið síðustu árin eru ótrúleg"
Segja Glódísi vera besta hafsent í heiminum
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliða Íslands, átti frábæran leik gegn Danmörku á dögunum þegar íslenska liðið vann stórkostlegan 0-1 sigur í Viborg.

Glódís er mikilvægasti leikmaður Íslands en hún skilar nánast undantekningarlaust stórkostlegri frammistöðu í leikjum með landsliðinu.

„Ég veit að hún fær rosalega mikið hrós og rosalega mikið umtal, en skrefin sem hún hefur tekið sem leikmaður síðustu árin eru ótrúleg," sagði Magnús Haukur Harðarson, þjálfari Fjölnis, í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í gær.

„Hún er loksins komin inn á lista yfir 50 bestu leikmenn í heimi. Það vantar meira umtal í kringum það sem hún er að gera. Ef þetta væri strákur í karlalandsliðinu hjá okkur þá væru viðtöl við hann allan daginn út og inn. Það sem Glódís er að gera hjá Bayern... hún er stórkostleg knattspyrnukona."

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, tók undir þetta. „Ef þú ferð á Allianz Arena, þá sérðu mynd af Glódísi og Harry Kane. Við tölum ekki nægilega mikið um það hvað við eigum mikinn hágæða leikmenn. Ég hef sagt þetta í góðan tíma, að mér finnst hún vera besti hafsent í heimi."

„Hún er það bara," sagði Magnús. „Miðað við frammistöðu í Meistaradeild, með landsliðinu og með Bayern."

Glódís, sem er fædd árið 1995, hefur spilað 120 A-landsleiki en það er spurning hvort hún nái í 200 A-landsleiki á sínum ferli.
Á réttri leið eftir frækinn sigur í Danmörku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner