Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. apríl 2020 08:18
Elvar Geir Magnússon
Liverpool hefur áhuga á Soumare og Carlos
Powerade
Boubakary Soumare á marga aðdáendur.
Boubakary Soumare á marga aðdáendur.
Mynd: Getty Images
Lucas Torreira er orðaður við AC Milan.
Lucas Torreira er orðaður við AC Milan.
Mynd: Getty Images
Mbappe, Soumare, Silva, Bolasie, Carlos, Torreira og fleiri í slúðurpakkanum að þessu sinni. BBC tók saman.

Real Madrid hefur frestað tilraunum sínum til að fá Kylian Mbappe (21) frá Paris Saint-Germain til 2021 vegna fjárhagsóvissunnar í kjölfar kórónaveirunnar. (AS)

Arsenal, Chelsea og Celtic hafa áhuga á U17 landsliðsmanninum írska Calum Kavanagh (16) sem leikur sem framherji hjá unglingaliði Middlesbrough. (Sun)

Liverpool hefur bæst í hóp þeirra félaga sem hafa áhuga á Boubakary Soumare (21), miðjumanni Lille. Real Madrid, Manchester United, Chelsea og Newcastle eru einnig með augu á þessum franska U21 landsliðsmanni. (Sport)

Liverpool hefur einnig áhuga á brasilíska varnarmanninum Diego Carlos (27) sem er hjá Sevilla. (Marca)

AC Milan reynir að fá David Silva (34) frá Manchester City. Spánverjinn verður samningslaus eftir tímabilið og mun þá yfirgefa City. (Corriere Dello Sport)

Milan er að undirbúa 35 milljóna punda tilboð í úrúgvæska miðjumanninn Lucas Torreira (24) hjá Arsenal. Sagt er að Torreira vilji snúa aftur í ítalska boltann. (Corriere Dello Sport)

Manchester United gengur erfiðlega að finna félag sem er tilbúið að borga fyrir Alexis Sanchez (31) þar sem hann vill ekki taka á sig launalækkun. Sanchez er á láni hjá Inter en á tvö ár eftir af samningi sínum á Old Trafford. (Standard)

Yannick Bolasie (30) mun snúa aftur til Everton frá Sporting Lissabon í sumar samkvæmt umboðsmanni hans. Vængmaðurinn er á láni hjá portúgalska félaginu sem ætlar víst ekki að kaupa hann. (Record)

Everton fylgist með stöðu mála hjá nafna sínum, brasilíska framherjanum Everton Soarea (24) hjá Gremio. Everton er með 104 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner