Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   mán 08. apríl 2024 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Póllandi.
Marki fagnað gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik gegn Þýskalandi á síðasta ári.
Úr leik gegn Þýskalandi á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ferðalagið var tiltölulega þægilegt. Flug til Amsterdam og svo tveggja tíma rútferð hingað. Við stoppuðum til að borða á leiðinni og komum svo á þetta fína hótel hérna í Hollandi," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net á morgun. Landsliðið dvelur nú á landamærum Hollands og Þýskalands fyrir leik gegn síðarnefndu þjóðinni á morgun.

Það er annar leikur Íslands í undankeppni EM en stelpurnar okkar byrjuðu keppnina frábærlega; með 3-0 sigri gegn Póllandi síðasta föstudag.

„Ég held að við höfum stigið ágætis skref fram á við. Ég sagði það fyrir verkefnið að það væri markmiðið okkar að halda áfram að taka skref fram á við sem lið. Mér fannst við gera það gegn Póllandi. Það var sannfærandi sigur og góð byrjun á þessum riðli, en þetta eru sex úrslitaleikir og það er næsti úrslitaleikur á morgun."

Leikurinn gegn Póllandi, var það með því betra sem liðið hefur sýnt á síðustu mánuðum og árum?

„Þetta var allt í rétta átt. Mér finnst þetta hafa verið þróunin á liðinu frá síðustu áramótum, alltaf skref í rétta átt. Við erum alltaf að fara lengra og lengra, og spila betur og betur. Þessi leikur var jákvæður. Ég er heilt yfir sáttur við þróunina. Þetta er á réttri leið og þú vilt sjá það. Á endanum snýst þetta alltaf um úrslit. Þróunin er fín og á meðan erum við að ná í góð úrslit."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi endaði afar illa en Steini er bjartsýnn á betri árangur á morgun.

„Hann verður betri. Við munum mæta í þennan leik með hug og þor, af krafti. Við þurfum að vera geðveik inn á vellinum. Þetta verður erfiður leikur. Seinni leikurinn á móti þeim í fyrra snerist um að við mættum betur inn í návígin og þorðum að halda í boltann. Við gerðum vel þar og ég vonast til að leikurinn á morgun verði enn meiri þróun frá seinni leiknum gegn Þýskalandi í fyrra. Þróun í rétta átt," sagði landsliðsþjálfarinn en hann segist ekki hafa notað síðasta útileik gegn Þjóðverjum mikið í undirbúningnum núna.

„Ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Við erum bara að ræða það sem við viljum gera og það sem við ætlum að gera. Fortíðin er búin og núna erum við bara að horfa áfram veginn."

Það eru möguleikar í þessari stöðu.

„Þetta snýst um það hvernig hugarfar við mætum með inn í leikinn. Það snýst mikið um það. Hversu hugrökk við verðum og hvort við séum við sjálf. Ef við sýnum það, þá eigum við fína möguleika."

Riðillinn verður áhugaverður í framhaldinu en tvö efstu liðin í honum fara beint á EM. „Ég held að þetta gæti orðið hörkubarátta í þessum riðli. Austurríki var fínt í fyrri hálfleik gegn Þjóðverjum. Þær pressuðu rosalega hátt og höfðu ekki orku í að halda út. Riðillinn verður heilt yfir mjög jafn. Þjóðverjar ættu fyrirfram að vinna riðilinn en þær þurfa að hafa fyrir öllum sigrum. Við mætum með fullt sjálfstraust á morgun og förum inn í þennan leik til að vinna, eins og alltaf."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner