Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 08. apríl 2024 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Póllandi.
Marki fagnað gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik gegn Þýskalandi á síðasta ári.
Úr leik gegn Þýskalandi á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ferðalagið var tiltölulega þægilegt. Flug til Amsterdam og svo tveggja tíma rútferð hingað. Við stoppuðum til að borða á leiðinni og komum svo á þetta fína hótel hérna í Hollandi," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net á morgun. Landsliðið dvelur nú á landamærum Hollands og Þýskalands fyrir leik gegn síðarnefndu þjóðinni á morgun.

Það er annar leikur Íslands í undankeppni EM en stelpurnar okkar byrjuðu keppnina frábærlega; með 3-0 sigri gegn Póllandi síðasta föstudag.

„Ég held að við höfum stigið ágætis skref fram á við. Ég sagði það fyrir verkefnið að það væri markmiðið okkar að halda áfram að taka skref fram á við sem lið. Mér fannst við gera það gegn Póllandi. Það var sannfærandi sigur og góð byrjun á þessum riðli, en þetta eru sex úrslitaleikir og það er næsti úrslitaleikur á morgun."

Leikurinn gegn Póllandi, var það með því betra sem liðið hefur sýnt á síðustu mánuðum og árum?

„Þetta var allt í rétta átt. Mér finnst þetta hafa verið þróunin á liðinu frá síðustu áramótum, alltaf skref í rétta átt. Við erum alltaf að fara lengra og lengra, og spila betur og betur. Þessi leikur var jákvæður. Ég er heilt yfir sáttur við þróunina. Þetta er á réttri leið og þú vilt sjá það. Á endanum snýst þetta alltaf um úrslit. Þróunin er fín og á meðan erum við að ná í góð úrslit."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi endaði afar illa en Steini er bjartsýnn á betri árangur á morgun.

„Hann verður betri. Við munum mæta í þennan leik með hug og þor, af krafti. Við þurfum að vera geðveik inn á vellinum. Þetta verður erfiður leikur. Seinni leikurinn á móti þeim í fyrra snerist um að við mættum betur inn í návígin og þorðum að halda í boltann. Við gerðum vel þar og ég vonast til að leikurinn á morgun verði enn meiri þróun frá seinni leiknum gegn Þýskalandi í fyrra. Þróun í rétta átt," sagði landsliðsþjálfarinn en hann segist ekki hafa notað síðasta útileik gegn Þjóðverjum mikið í undirbúningnum núna.

„Ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Við erum bara að ræða það sem við viljum gera og það sem við ætlum að gera. Fortíðin er búin og núna erum við bara að horfa áfram veginn."

Það eru möguleikar í þessari stöðu.

„Þetta snýst um það hvernig hugarfar við mætum með inn í leikinn. Það snýst mikið um það. Hversu hugrökk við verðum og hvort við séum við sjálf. Ef við sýnum það, þá eigum við fína möguleika."

Riðillinn verður áhugaverður í framhaldinu en tvö efstu liðin í honum fara beint á EM. „Ég held að þetta gæti orðið hörkubarátta í þessum riðli. Austurríki var fínt í fyrri hálfleik gegn Þjóðverjum. Þær pressuðu rosalega hátt og höfðu ekki orku í að halda út. Riðillinn verður heilt yfir mjög jafn. Þjóðverjar ættu fyrirfram að vinna riðilinn en þær þurfa að hafa fyrir öllum sigrum. Við mætum með fullt sjálfstraust á morgun og förum inn í þennan leik til að vinna, eins og alltaf."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner