Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 08. apríl 2024 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aachen
Steini ákveðinn: Hann verður betri
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Póllandi.
Marki fagnað gegn Póllandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik gegn Þýskalandi á síðasta ári.
Úr leik gegn Þýskalandi á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ferðalagið var tiltölulega þægilegt. Flug til Amsterdam og svo tveggja tíma rútferð hingað. Við stoppuðum til að borða á leiðinni og komum svo á þetta fína hótel hérna í Hollandi," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, í samtali við Fótbolta.net á morgun. Landsliðið dvelur nú á landamærum Hollands og Þýskalands fyrir leik gegn síðarnefndu þjóðinni á morgun.

Það er annar leikur Íslands í undankeppni EM en stelpurnar okkar byrjuðu keppnina frábærlega; með 3-0 sigri gegn Póllandi síðasta föstudag.

„Ég held að við höfum stigið ágætis skref fram á við. Ég sagði það fyrir verkefnið að það væri markmiðið okkar að halda áfram að taka skref fram á við sem lið. Mér fannst við gera það gegn Póllandi. Það var sannfærandi sigur og góð byrjun á þessum riðli, en þetta eru sex úrslitaleikir og það er næsti úrslitaleikur á morgun."

Leikurinn gegn Póllandi, var það með því betra sem liðið hefur sýnt á síðustu mánuðum og árum?

„Þetta var allt í rétta átt. Mér finnst þetta hafa verið þróunin á liðinu frá síðustu áramótum, alltaf skref í rétta átt. Við erum alltaf að fara lengra og lengra, og spila betur og betur. Þessi leikur var jákvæður. Ég er heilt yfir sáttur við þróunina. Þetta er á réttri leið og þú vilt sjá það. Á endanum snýst þetta alltaf um úrslit. Þróunin er fín og á meðan erum við að ná í góð úrslit."

Síðasti útileikur gegn Þýskalandi endaði afar illa en Steini er bjartsýnn á betri árangur á morgun.

„Hann verður betri. Við munum mæta í þennan leik með hug og þor, af krafti. Við þurfum að vera geðveik inn á vellinum. Þetta verður erfiður leikur. Seinni leikurinn á móti þeim í fyrra snerist um að við mættum betur inn í návígin og þorðum að halda í boltann. Við gerðum vel þar og ég vonast til að leikurinn á morgun verði enn meiri þróun frá seinni leiknum gegn Þýskalandi í fyrra. Þróun í rétta átt," sagði landsliðsþjálfarinn en hann segist ekki hafa notað síðasta útileik gegn Þjóðverjum mikið í undirbúningnum núna.

„Ekki neitt, ekki nokkurn skapaðan hlut. Við erum bara að ræða það sem við viljum gera og það sem við ætlum að gera. Fortíðin er búin og núna erum við bara að horfa áfram veginn."

Það eru möguleikar í þessari stöðu.

„Þetta snýst um það hvernig hugarfar við mætum með inn í leikinn. Það snýst mikið um það. Hversu hugrökk við verðum og hvort við séum við sjálf. Ef við sýnum það, þá eigum við fína möguleika."

Riðillinn verður áhugaverður í framhaldinu en tvö efstu liðin í honum fara beint á EM. „Ég held að þetta gæti orðið hörkubarátta í þessum riðli. Austurríki var fínt í fyrri hálfleik gegn Þjóðverjum. Þær pressuðu rosalega hátt og höfðu ekki orku í að halda út. Riðillinn verður heilt yfir mjög jafn. Þjóðverjar ættu fyrirfram að vinna riðilinn en þær þurfa að hafa fyrir öllum sigrum. Við mætum með fullt sjálfstraust á morgun og förum inn í þennan leik til að vinna, eins og alltaf."

Hægt er að sjá viðtalið í spilaranum í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner