Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   fim 08. júní 2023 22:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Halls: Þetta voru tvö stig töpuð og mjög svekkjandi
Lengjudeildin
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar tóku á móti Selfyssingum á Rafholtsvellinum í Njarðvík þegar flautað var til leiks í 6.umferð Lengjudeildarinnar. 

Það voru Selfyssingar sem komust yfir í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar sýndu kraft með því að koma tilbaka í síðari hálfleik og jafna.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Selfoss

„Vonbrigiði. Þetta eru of margir leikir sem hafa farið svona hjá okkur." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur svekktur eftir leik.

„Mér fannst við stýra þessum leik að mestu leiti og hafa yfirhöndina á nánast öllum sviðum leiksins og svekkjandi að ná ekki að skora fyrr og geta gert betri atlögu að þessu vegna þess að þegar við skorum þá var lítið eftir og við náðum ekki að rétta aðmennilega úr kútnum og koma með aukna orku í lokin til þess að gera alvöru atlögu heldur frekar var það eins og það hafi verið hleypt úr blöðru vegna þess að markið kom svo seint þannig við náðum ekki að fylgja því eftir til þess að vinna leikinn fannst mér." 

„Þetta voru tvö stig töpuð og mjög svekkjandi fannst mér vegna þess að við byrjuðum leikinn mjög vel og fannst við mun líklegri þangað til að við fáum þetta mark á okkur en þetta er nátturlega bara lexía þegar lið fara upp um deild að þá er ákveðin kunnátta í liðunum sem eru þar og þau eru oft búin að læra það að halda fókus og það er bara lexía sem við þurfum að læra annasi hratt."

Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner