
Njarðvíkingar tóku á móti Selfyssingum á Rafholtsvellinum í Njarðvík þegar flautað var til leiks í 6.umferð Lengjudeildarinnar.
Það voru Selfyssingar sem komust yfir í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar sýndu kraft með því að koma tilbaka í síðari hálfleik og jafna.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Selfoss
„Vonbrigiði. Þetta eru of margir leikir sem hafa farið svona hjá okkur." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur svekktur eftir leik.
„Mér fannst við stýra þessum leik að mestu leiti og hafa yfirhöndina á nánast öllum sviðum leiksins og svekkjandi að ná ekki að skora fyrr og geta gert betri atlögu að þessu vegna þess að þegar við skorum þá var lítið eftir og við náðum ekki að rétta aðmennilega úr kútnum og koma með aukna orku í lokin til þess að gera alvöru atlögu heldur frekar var það eins og það hafi verið hleypt úr blöðru vegna þess að markið kom svo seint þannig við náðum ekki að fylgja því eftir til þess að vinna leikinn fannst mér."
„Þetta voru tvö stig töpuð og mjög svekkjandi fannst mér vegna þess að við byrjuðum leikinn mjög vel og fannst við mun líklegri þangað til að við fáum þetta mark á okkur en þetta er nátturlega bara lexía þegar lið fara upp um deild að þá er ákveðin kunnátta í liðunum sem eru þar og þau eru oft búin að læra það að halda fókus og það er bara lexía sem við þurfum að læra annasi hratt."
Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍA | 22 | 15 | 4 | 3 | 54 - 31 | +23 | 49 |
2. Afturelding | 22 | 13 | 4 | 5 | 60 - 33 | +27 | 43 |
3. Fjölnir | 22 | 12 | 6 | 4 | 55 - 32 | +23 | 42 |
4. Vestri | 22 | 11 | 6 | 5 | 37 - 26 | +11 | 39 |
5. Leiknir R. | 22 | 11 | 2 | 9 | 47 - 37 | +10 | 35 |
6. Grindavík | 22 | 8 | 4 | 10 | 27 - 38 | -11 | 28 |
7. Þór | 22 | 8 | 3 | 11 | 27 - 39 | -12 | 27 |
8. Þróttur R. | 22 | 7 | 5 | 10 | 45 - 46 | -1 | 26 |
9. Grótta | 22 | 6 | 8 | 8 | 34 - 37 | -3 | 26 |
10. Njarðvík | 22 | 6 | 5 | 11 | 36 - 47 | -11 | 23 |
11. Selfoss | 22 | 7 | 2 | 13 | 37 - 49 | -12 | 23 |
12. Ægir | 22 | 2 | 3 | 17 | 23 - 67 | -44 | 9 |