Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 08. júní 2023 22:06
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Halls: Þetta voru tvö stig töpuð og mjög svekkjandi
Lengjudeildin
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar tóku á móti Selfyssingum á Rafholtsvellinum í Njarðvík þegar flautað var til leiks í 6.umferð Lengjudeildarinnar. 

Það voru Selfyssingar sem komust yfir í fyrri hálfleik en Njarðvíkingar sýndu kraft með því að koma tilbaka í síðari hálfleik og jafna.


Lestu um leikinn: Njarðvík 1 -  1 Selfoss

„Vonbrigiði. Þetta eru of margir leikir sem hafa farið svona hjá okkur." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur svekktur eftir leik.

„Mér fannst við stýra þessum leik að mestu leiti og hafa yfirhöndina á nánast öllum sviðum leiksins og svekkjandi að ná ekki að skora fyrr og geta gert betri atlögu að þessu vegna þess að þegar við skorum þá var lítið eftir og við náðum ekki að rétta aðmennilega úr kútnum og koma með aukna orku í lokin til þess að gera alvöru atlögu heldur frekar var það eins og það hafi verið hleypt úr blöðru vegna þess að markið kom svo seint þannig við náðum ekki að fylgja því eftir til þess að vinna leikinn fannst mér." 

„Þetta voru tvö stig töpuð og mjög svekkjandi fannst mér vegna þess að við byrjuðum leikinn mjög vel og fannst við mun líklegri þangað til að við fáum þetta mark á okkur en þetta er nátturlega bara lexía þegar lið fara upp um deild að þá er ákveðin kunnátta í liðunum sem eru þar og þau eru oft búin að læra það að halda fókus og það er bara lexía sem við þurfum að læra annasi hratt."

Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner