Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júlí 2021 15:38
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Breiðabliks í Lúxemborg: Gísli byrjar
Frá æfingu Blikaliðsins á Stade Josy Barthel vellinum
Frá æfingu Blikaliðsins á Stade Josy Barthel vellinum
Mynd: blikar.is
Breiðablik spilar í dag fyrsta leik hjá íslensku félagsliði í nýju Sambandsdeild UEFA. Klukkan 17:00 verður flautað til leiks í Lúxemborg þar sem Breiðablik spilar fyrri leik sinn við heimamenn í Racing Union.

Fylgst verður með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu

Byrjunarlið Breiðabliks:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Kristinn Steindórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson

Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá 4-0 sigri gegn Leikni. Gísli Eyjólfsson kemur inn í liðið en Andri Rafn Yeoman fer á bekkinn.

Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Blika, var spurður út í andstæðing Breiðabliks.

„Okkar styrkleiki er bara að vera við og vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Við erum að fara spila við lið frá Lúxemborg. Við vitum kannski ekki mikið um þá eins og er. Þeir kláruðu deildina hjá sér í maí, skiptu um þjálfara og eru að spila æfingaleiki núna. Við reynum að afla okkur eins mikið af upplýsingum og við getum, en fókusinn verður bara á okkur sjálfa," sagði Halldór.

Kristinn Steindórsson, miðjumaður Blika, fékk einnig spurningu um leikinn sem framundan er.

„Þetta leggst mjög vel í mig. Það er alltaf gaman að spila í Evrópu og fara með strákunum í smá ferðalag. Maður hefur ekkert farið núna í eitt og hálft ár. Það verður stemning. Ég held ég hafi einhvern tímann farið þangað þegar ég var sex ára. Ég get ekki sagt að ég muni eftir því," sagði Kristinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner