Fulham er ennþá að reyna að kaupa Ricardo Pepi úr röðum PSV Eindhoven þrátt fyrir meiðsli á handlegg sem munu halda honum frá keppni næstu tvo mánuði.
PSV hafnaði 30 milljónum evra frá Fulham en Fabrizio Romano er meðal fréttamanna sem greina frá því að félagið er ekki búið að gefast upp.
Fulham hefur ennþá mikinn áhuga á Pepi og gæti lagt fram annað tilboð í framherjann fyrir gluggalok. Fleiri félög úr ensku úrvalsdeildinni eru áhugasöm og fylgjast náið með framvindu mála.
Pepi er 22 ára gamall og með fjögur og hálft ár eftir af samningi við PSV, sem ætlar ekki að selja hann með neinum afslætti.
Pepi er kominn með 11 mörk í 22 leikjum á tímabilinu eftir að hafa skorað 18 mörk í 29 leikjum á síðustu leiktíð.
Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum með Bandaríkjunum.
16.01.2026 20:00
Gefast ekki upp á Pepi þrátt fyrir meiðsli
Athugasemdir




